Eimreiðin - 01.04.1935, Blaðsíða 54
174
VIÐSJÁR TALNANNA
eimbeið'1''
ins fyrirfram,“ inælti kaupinaður, um leið og hann braut sama11
sitt blað og sökti þvi í bréfadóti einnar skrifborðsskúffunnar.
eins og annars hugar.
Þá liðu nokkrir dagar, en síðan braut Sigtryggur allar brýr
að baki sér, fékk sig lausan lir vistinni og fór í búðina til On-
undar kaupmanns á næstu mánaðamótum.
Og hann stóð ekki fastur í sömu sporum í starfi sínu, fjarn
fór því. Hann var eldfljótur að átta sig á vöruverðinu og hent-
ist eins og ungur köttur hillu úr hillu, þegar hraða þurfti af'
greiðslunni. Húsbóndinn sá það því brátt, að hann hafði ekk1
misreiknað sig á þessum hjóllipra pilti. Hann var mannsefnJ-
hann var greinilega mannsefni og auk þess ómetanlegur liðs-
auki í haustkauptíðinni.
En það fór líkt og Sigtryggur hafði búist við, nálægðin bætt1
lítið um. Jófríður og hann hittust fremur sjaldan fyrstu vik'
urnar, og samband þeirra var dálítið einkennilegt eða öðn1
visi en áður. Að vísu sleptu þau sér ósjálfrátt í logandi atlot'
um aðra stundina, þegar fundum bar saman; en það var eiir
hver óstyrkur eða óvenjuleg hula hljóðlætis yfir þeim báðun1-
Það var þetta grugg á botninum, sem var þess valdandi, að ekk1
var hægt að segja alt að svo komnu, eða tala af fullri einlægni-
Sigtryggur staðhæfði að sönnu, að þau mundu geta gifzt, þvl
mætti húri treysta, en meira gat hann ekki sagt að svo stöddn-
Og enda þó að tilgangurinn helgi meðalið, þá fór hann stund'
uin augsýnilega hjá sér, og það var því Iíkast, sein hann þjak'
aðist af einhverri innri kvöl.
En framgang þurfti þetta að hafa'samt sem áður, því það var
enginn hlutur í lífinu, sem gat bjargað honuin skyndilega ffa
ósigri, skorti og úrræðaleysi — annað en þetta viðsjála og þ°
einfalda reikningsdæmi.
Alt um það var hann lengi vel hikandi eða hálfdeigur. — E11
þegar liðnar voru rúmar þrjár vikur, brá hann sér þó inn 1
skrifstofuna til Önundar kaupmanns í annað sinn.
Hann var í raun og veru hrekklaus og óspiltur, ungur maður-
þó að ástin og ofurkappið hefðu leitt hann út á þessa viðsjáf'
verðu braut. Og þegar hann opnaði skrifstofuhurðina í þettu
sinn, fann hann til þess með sársauka, að hann var vargur 1
véum á þessni velmetná, friðsæla heimili. En húsbóndinn þótt'