Eimreiðin - 01.04.1935, Blaðsíða 114
234
Á DÆLAMÝRUM
EIMnEIÐlN
Smjörhlíðarselin eru lokuð. Þar er alt hvitt og hljótt. Sval-
laug hefur flúið úr ríki sínu. — Keinur hún nokkurntíma þang'
að aftur? — Ég vona það innilcga! — Þar á sál hennar að
blómgast á ný í sumri og sól!
En ég kem þangað aldrei aftur! Min leið liggur áfranii
áfram endalaust — að einhverju marki, sem ég aldrei nse-
Skyldi sá eilíli andi, sem hlés lifinu í brjóst mér og vakti
þessa eirðarlausu óslökkvandi þrá hjá mér — skyldi hann
endurheimta mig á ný? — Finn ég þar fyrst — að leiðarlok-
um — þann frið og fögnuð og fegurð, sem ég þrái? — Er ég
áin, sem þráir hafið samkvæmt óskeikanlegu náttúrulögináb ■
— Ain, sem klýfur björg og kletta, fellur í hrikalega fossa og
felur sig í skuggalegum gljúfrum — eða breiðir foss-hvítan
faðminn mót bláum himni og tekur hann fullan al' gulli sól'
arinnar. —- Áin, sein smýgur grænar grundir i þúsund bugð'
um og beygjum, varpar mæðinni í hvl og hyl, en heldur þ°
áfrarn, áfram hvildarlaust til upphafs síns, unz hún hverftir a
ný — í hafið! —
Er þá ÖIIu lokið! —- Erum við þá aðeins droparnir, sein
drupu af fingruin guðs — og þráum vort eigið upphaf. Gg
hverfum? . . .
Mikjálsmessu, 29. sept.
Nú erum við Höski gamli einir eftir. Hinir fóru allir um
helgina. Síðan hefur snjóað látlaust í heila viku. — Lognsnjór-
— Himnarnir opnuðust, og snjórinn féll hægt og hljótt. Daga
og nætur. Allur himingeimurinn var barmafullur af snjó, sein
féll og féll. Huldi jörðina, klæddi jörðina, byrgði jörðina. Gróf
hana djúpt, djúpt undir metra-þykkum fannahjúp. Þetta er
sjálfur veturinn. En hann fer sér hægt. Hann hefur tímann
fyrir sér. Það er enginn asi á honuin né gauragangur. Eng"
skaflar né skafrenningur. Hann gengur vandlega og saiU'
vizkusamlega að verki. Alt er unnið með stökustu nákvænin1
og stillingu. Hlaðið snjó á snjó ofan, jafnt og þétt. — Skógm"
inn er hvítur á ný. Ungviðið lieygir höfuðið i auðmýkt °g
þolinmæði. En stórskógurinn stendur hnarreistur og linakka-
kertur — ennþá — með fangið fult af snjó.
Háfjallalífið stingur höfðinu undir vænginn og sofnar vetrai'
svefninum langa, alt það, sem sofið getur. En framtíðin