Eimreiðin - 01.04.1942, Blaðsíða 26
10()
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
EIMREIÐI'"'
máli skiptir, að sá gagnkvæmi skilningur geti orðið varanlegur,
svo að upp af honum mótist og myndist sú nýsköpun friðsam-
legrar samvinnu og samúðar, sem er ófrávíkjanlegt skilyrði
sannrar farsældar.
Meginmunurinn á stjórnarstefnu Stalins og byltingarsinnanna
gömlu var sá, eins og áður er sagt, að Stalin vildi beina öllum
kröftum ráðstjórnarríkjanna að framförunum innanlands, en
skeytti minna um framkvæmd heimsbyltingarinnar. í ræðu,
sem hann hélt 4. febrúar 1931, játaði hann, að Rússland vaeri
fimmtíu til hundrað árum á eftir öðrum menningarlöndum, að
því er flestar framfarir snerti, og þenna mismun yrðu Rússar
að vinna upp á næstu tíu árum, annars yrði þjóðin undir í bar-
áttunni. Verkalýður Rússlands jók átök sín og afköst stórkost-
lega á næstu árum, og þegar fjóra mánuði vantaði í tíu ar
frá því að Stalin hélt ræðu sína, hafði iðnaður Rússlands fyM'-
lega náð sambærilegri þróun við iðnað hinna mestu menningar-
þjóða.
Ekkert hefur flýtt þessum afköstum eins mikið og Stak-
hanov-hreyfingin svonefnda, sem hófst þegar hálfnað var að
framkvæma aðra fimm ára áætlunina, að beinm
Stakhanov- áeggjan Stalins. Hreyfingin er kennd við námu-
hreyfingin. verkamanninn Alexei Stakhanov, sem setti met
í afköstum 30. ágúst 1935 með því að höggva
— með aðstoð tveggja annarra — 100 tonn kola á 53^
klukkustundum. Þetta var f ramúrskarandi afrek í vinnu-
hraða, þar sem venjuleg afköst verkamanna í sömu námum
höfðu verið um 7 tonn á jafnlöngum tíma. Stjórnin greip
tækifærið og hóf ákafa sókn fyrir auknum vinnuhraða 1
öllum greinum. Og tugþúsundir verkamanna lögðu fram aMa
starfskrafta sína til að endurbæta aðferðir Stakhanovs, svo a®
takast mætti að ná enn betri árangri en honum tókst að na’
þó góður væri.
Það er því harla mikill misskilningur, að í Rússlandi sé minn3
unnið og verr en annars staðar. Stakhanov-hreyfingin er meðal
annars fólgin í því að gera allt, sem unnt er til að þroska hug-
vitið, efla einkaframtakið, koma í veg fyrir skeytingarleys'.
tendra metnaðinn og bæta vinnuaðferðirnar, bæði tæknilega
og menningarlega. Og því meiri afköst, þeim mun hærri laun