Eimreiðin - 01.04.1942, Blaðsíða 29
^■MREIÐIÍÍ
VIÐ ÞJÓÐVEGINN
109
tortýmingu. En nú heyrir þetta fortíðinni til. Þjóðlíf Rússlands
Var komið í fastar skorður, er yfirstandandi styrjöld hófst. Þar
er að finna miklar framfarir, mikil átök og mikinn lífsþrótt.
Um áhrif styrjaldarinnar á þetta unga, þróttmikla
Ný viðhorf þjóðlíf er erfitt að segja. Mikil verðmæti, sem
1 vaendum. þjóðin hefur skapað á síðustu árum, eru þegar
farin forgörðum í styrjaldaræðinu. Þó að rúss-
neska ríkjasambandið virðist enn sterldega samtengt og ólíklegt
uPplausnar, verður engu spáð um það hverjar breytingar
^Unna að vera þar í vændum. Hin mörgu þjóðerni innan-ráð-
s1'jórnarsambandsins njóta öll mikils sjálfforræðis, og ekkert er
§erl' til að veikja þau. Þvert á móti hefur stjórnin í Moskva hvatt
Þjóðir og þjóðabrot sambandsins til að halda sem bezt við tungu
Slnni, siðum og þjóðlegri menningu. En auðvitað gefur það kom-
HHunistaflokknum nokkur forréttindi og sérstakt vald, að hann
ereini stjórnmálaflokkurinn, sem leyfðurer í löndum ráðstjórnar-
r'kjasambandsins. Og þar sem aðalstöðvar hans eru höfuðborgin,
^oskva, og þaðan kemur áætlunin um allt stjórnarstarfið og
^ramkvæmdir, þá er ekki nerpa eðlilegt, að tilhneiging vakni úti
IT|eoal þjóðanna í ríkjasambandinu til að skapa sér einnig ríka
menningu og valdaaðstöðu að hætti höfuðborgarvaldsins. Sams
^°nar tilhneiging er vön að gera vart við sig hjá nýlenduþjóðum
°§ bjóðabrotum alls staðar innan annarra ríkisheilda, sú til-
bneiging að líkja eftir menningu höfuðborgar ríkisheildarinnar
°§ böfðingjavaldi hennar — og skapa sjálfum sér valdaaðstöðu í
Svipuðúm stíl. Þetta gæti leitt út í árekstra og jafnvel klofning,
^e§ar Ráðstjórnarríkin, sem áður voru að mestu heimur út
fyrir sig, hafa nú tekið upp náin viðskipti við tvö önnur stór-
Veldi. Hvernig áhrif mun þetta hafa á rússneskan hugsunarhátt?
Ver verða hin nýju viðhorf hinna 180 milljóna íbúa Ráðstjórn-
arr'kjanna í ölduróti þessa ófriðar og þegar honum lýkur? Það
IT|un framtíðin ein leiða í Ijós.