Eimreiðin - 01.04.1942, Blaðsíða 34
114
MÓÐIR OG SONUR
EIMBEIÐlS
eins og sigurtákn bezt þeim, er sannast og mest
það sýndi og festi í merki,
hvernig þrautir og vandi þjóð fær og land
þroskað í anda og verki.
En þegar svo haustmyrkrið hljóðlátt, en þungt,
á hug mínum grúfði sem mara,
fannst mér svo reynslulaust allt, sem var ungt,
og óljóst, hvern veg skyldi fara.
Og lágfleyg varð von, því ég sá ei þann son,
er sviphætti konunga lýsti.
Um yndi varð svart, og ískuldi snart
mitt einmana hjarta og — nísti.
Um vetrarnótt eina þá dreymdi mig draum
— í dróma allt frostbitran keyrði:
Urga við skarir hinn ískalda straum
Urðar mér fannst sem ég heyrði.
Svo hljótt var og kalt. Var nú úti um allt?
þin auðnuhnoð, valt hún til kyrrðar?
Þá um gluggann minn sveifst þú goðfögur inn,
og ég gekk þér um sinn til hirðar.
Þú settist við rúmstokk minn hæglát og hljóð,
þér höfuð mitt lagðir að barmi.
Ég fann hvað þitt öra og ættgöfga blóð
ólgaði’ af sársauka og harmi.
Þinn úlnliður blár var, og fölur og fár
ég fann þar var sár eða gripfar.
Og þú varst svo sneypt, hvernig þjóð þín var keypf
og þrekleysið greypt henni' í svipfar.
Loks mæltir: Svo fór það og vísast að von,
þið voruð svo afbýlis lengi.
Samt hélt ég, að dáðmeiri dóttur og son
mér drottinn til uppeldis fengi.