Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 29

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 29
eimreiðin VIÐ ÞJÓÐVEGINN 173 ússonar úr landnámssögunni og þó einkum hin ófullgerða mynd Gunnlaugs Blöndal, listmálara, af þjóðfundinum 1851. Sýning þessi úr frelsis- og menningarbaráttu íslendinga var þannig skipulögð þrátt fyrir stuttan undirbúning, að hún var bæði fræðandi og vekjandi. Með nokkrum endurbótum og fyllri útfærslu í einstökum atriðum gæti hún orðið upp- haf að varanlegu safni þjóðarsögunnar. Þessvegna ætti hún ekki að vera bundin við tímamótin frá þessu sumri eingöngu, heldur starfandi áfram í hæfum húsakynnum og með full- komnari tækjum. Væri þá með henni hafin uppfræðslustofn- un um íslenzka þróunarsögu, sem gæti liaft mikla þýðingu. ytri form og innri eining. Þannig hefur þá íslenzka lýðveldið verið stofnað og það viðurkennt af erlendum ríkjum. Það hefur hlotið sinn fyrsta forseta, kosinn af alþingi til eins árs. En samkvæmt stjórn- arskránni á þjóðin sjálf að velja sér forseta á næsta sumri. Lýðveldið hefur einnig hlotið sitt skjaldarmerki og sinn for- setabústað, Bessastaði. Hinn 4. júlí síðastl. buðu forseta- hjónin blaðamönnum að skoða Bessastaði, hið forna höfuð- ból hirðstjóranna og konungsfógetanna á miðöldunum, sem gert var að ríkisstiórasetri eftir stofnun ríkisstjóraembættis- ins og nú er orðið að heimili forseta hins nýstofnaða lýð- veldis. Saga þessa býlis er undarlega samtvinnuð megin- dráttunum í stjórnarfarssögu landsins og að því Ieyti táknræn. Kessastaðir eru fyrsta jarðeignin, sem konungur slær hendi sinni á hér á landi, en þá er hún búin að vera í eigu Snorra Sturlusonar, víðfrægasta íslendingsins, sem um getur. Skömmu eftir að landið kemst undir erlend yfirráð, eignast honungur jörðina, og í sex aldir er hún lengstum bústaður leðstu umboðsmanna konungsvaldsins í landinu. Jörðin er konungseign allt fram til ársins 1867, að hún er látin í skipt- Um fyrir aðra jörð. Nú er hún orðin heimili og aðsetur fyrsta íorseta íslenzka Iýðveldisins.Ýmugustursá,semívitundmanna hefur fylgt staðnum og nafninu, vegna hinna erlendu og mis- jafnlega þokkuðu drottna, er þar sátu á liðnum tímum ör- hirgðar og ósjálfstæðis, hefur nú breytzt í aðdáun — og stað- urinn er orðinn, gagnstætt því sem áður var, tákn og ímynd

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.