Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 31

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 31
EIMIiEIÐlN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 175 í*essa dagana er verið að skera úr því, hversu sterk er hin innri eining þess og samtakamáttur. Alþingi hefur oft, þeg- ar á reyndi, sýnt, að það geti staðið saman. Síðasta og merk- asta dæmi þess er afgreiðsla þess á fullveldismálinu og stofn- un lýðveldis á íslandi. Vonandi bregzt ekki eining alþingis °g samtakamáttur nú um lausn, sem að haldi komi, út úr yfirvofandi ógöngum. Þessi þúsund ára gamla stofnun má ekki glata virðingu landsmanna og trausti. Alþingi að Þing- völlum er í meðvitund þjóðarinnar merkasta stofnunin í s°gu hennar. Enn eru margir, sem mundu vilja sjá alþingi aftur á ÞingvöIIum. Hugmyndin er lífseig. í nýútkomnu hefti timaritsins „Straumhvörf“ tekur séra Sigurbjörn Einarsson undir hana í forustugrein, sem hann nefnir ALÞING Á í*INGVELLI. „Löggjöf lýðveldisins á að skapast á Þingvelli,“ Segir séra Sigurbjörn í grein sinni. „Enginn staður landsins skuldbindur eins og hann. Hvergi verður sú þinghelgi, sem l>ar mundi verða. Þinginu er þá alls varnað, ef það gæti ekki haldið virðingu sinni á slíkum stað,“ bætir hann við. Endurreisn alþingis á Þingvöllum hefur oft verið rædd, síðan t jölnismenn hófu máls á því, að þar væri þess eina og sjálf- Sagða heimkynni. Hugmyndin kann að eiga langtíland með að omast í framkvæmd, en hún lifir áfram. Alþingi í Reykja- ''k má hvorki bregðast sjálfu sér né þjóðinni. En bregðist |)að, fær þjóðin vafalaust tækifæri til að sýna með nýjum ’osningum, hvort eldhuginn og samtakaviljinn frá 17. júní Var aðeins stundarfyrirbrigði eða hvort henni er alvara með bjarga sjálfri sér út úr aðsteðjandi öngþveiti vaxandi ' erðbólgu, atvinnuhruns og efnahagsrýrnunar. Og hún mun sýna, að henni er alvara með björgunartilraunina. Andinn f rá 1 ry . A7. juní lifir áfram, sem betur fer, og mun vonandi s,gra.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.