Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Page 40

Eimreiðin - 01.07.1944, Page 40
184 ALLT ER VÆNT, SEM VEL ER GRÆNT EIMREIÐIN þar venjiilega hallandi, vatnið á hreyfingu, og flýtur venjulega ekki yfir grassvörðinn. Mýrlendi er mjög víðáttumikið á íslandi. Hafa mýrarnar víða verið skóglendi fvrriun, nema ef til vill þær allra blautustu, og þá verið þurrari en nú, því að skógurinn þurrkar landið. Sprekin í niónum eða sverðinum eru öruggur vottur fornra skóga. Trjágróðurleifarnar eru aðallega birki; en af jurtum liafa starir og mosar verið algengir, þegar mórinn myndaðist. Gróður er fjölbreyttari í mýri en í flóa. Er mýrin oftast þýfð. Mynda mosar alls staðar undirgróðurinn og jafnvel lieilar þúfur. Algengasta jurtin er mýrastör, aðalgrasið í mýrunum um land allt og ein helzta iitlieysjurt landsins. Margar aðrar starir og eltingar klæða mýrarnar samfelhlum gróðri. Oft byggja ýmsar þurrlendis- jurtir þúfurnar, einkum ef þær eru stórar, en votlendisgróðurinn heldur sig í lægðunum. A takmörkum mýra og móa er oft greinilega afmörkuð rönd með fjölbreyttum gróðri. Röndin eða jáSarinn er venjulega þýfð- ur, og berjast þar móa- og mýrajurtir um völdin. Veitir ýmsnni betnr, einkum eftir því, livernig jarðrakinn er. Þarna eru oft kragar af hrossanál — vel þroskalegri. ICrækilyng og bláber eru þar víða. Sums staðar detta skellur á gróðurinn, og liálfrök flög myndast. Þar vaxa blómsef, naflagras og meyjarauga lilið við hlið og eru algengustu tegundirnar. Einærar jurtir eru tiltölulega al- gengar í flögunum. Nú skulum við bregða okkur örlitla stund niður að sjónum. Við víkur og voga eru lágar sjóflæðarnar saltar af áhrifum ltafs- ins. Þar er óskaland sjávarfitjungsins og fuglatungunnar. I fjör- unni vaxa líka saltjurtir, oft tneð mjög þvkkum blöðum. Hrím- blaðkan leitar oft langt frant í fjöruna, og ögn ofar eru fagur- bláar bryddingar af blálilju og grænar breiður berjaarfans. Þetta eru nábúar þangsins á steinunum í flæðarmálinu. Fyrir utan þangbeltið, á talsverðu dýpi, taka víða við miklir þaraskógar (brossaþari, maríukjarni o. fl.). Gefa þeir íslenzku birkiskógun- um ekki niikið eftir að Iiæð sums staðar, einkum í ókyrrum sæ. Frá sænum liöldum við út í hraunin, sem svo óvenju mikið er af á Islandi. Nýrunnið liraun er alger eyðimörk. En þegar það er kólnað og storknað, fer brátt að bóla á gróðrinum. Flétturnar eða skófirnar og mosarnir eru frumbyggjar braunanna. Þetta eru barla

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.