Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Page 48

Eimreiðin - 01.07.1944, Page 48
eimreiðin \ ár sonneiiur. HIN FJARLÆGU MIÐ. Hve augu mín heillar hin hvítfexta ölduröð að liafsbrún, er ber sem þröskuld við ljóssins dyri Ó, dökkblái mar, mig dreymir um óskabyr yfir djúpið, burt frá venjunnar gömlu tröð. Á skýjalindum logar kvöldroðans hyr í lofti. Að austan fer nóttin gönguhröð með rökkur á bránni, dulúðug, draumaglöð, og dagsins fullvizku hrindir sem löngum fyr. Um víðáttu hafsins heiðríkjustormur fer, og hraðfara síðustu skýjavængina ber nú fyrir í vestri við birtunnar blikandi hlið. Anda þú svalur í hjarta mér, heiðríkjublær, <og huga minn teygðu, ljóssins ómælissær, . að beini hann djarfur flug á hin f jarlægu mið. DÓTTIR FRÓNS. Þú, dóttir Fróns, eitt óðal tókst í arf frá ættmæðranna löngu, gleymdu röð: Það nefndist ást og ósérhlífið starf, og yndislega barstu þína kvöð. Hve eðlileg var gæzka þín og glöð, live glæsilegt þitt táp, er að þér svarf! Allt, sem þú snertir, féll í ljúfa löð, þú ljósið barst — og skugginn jafnan hvarf. J

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.