Eimreiðin - 01.07.1944, Page 76
EIMRTCIÐIN
Örlög og endurgjald.
(Frh.)
II. KAPÍTULI
ENDURHOLDGUN
Ekkert viðfangsefni er eins
oft rætt í bréfum til mín og
endurholdgunarkenningin. Þó
að kenning þessi sé því nær
undantekningarlaust viður-
kennd rétt meðal Austurlanda-
þjóða, þá er það aðeins lítið
brot af íbúum Vesturlanda, sem
gefa henni nokkurn gaum. Þó
er trúin á endurholdgun æva-
gömul og mjög útbreidd meðal
fornþjóða. 1 Frakklandi og
Ameríku eru allmargir einstak-
lingar, sem liafa reynt að svara
á fullnægjandi hátt, hvort vér
mennirnir hverfum aftur með
vissum millibilum til líkam-
legrar tilveru liér á jörð til
þess að þroska sjálfa oss. Eg
hef í fyrri bókum mínum
skýrt frá rannsóknum sjálfs
mín og annarra á dáleiddum
mönnum með tilliti til þessarar
kenningar og nefnt dærni um,
að dáleiddir menn geti rifjað
upp og munað fyrri æviskeið
sín. Heildarniðurstaðan af þess-
um rannsóknum og mat raka
og mótraka fyrir endurlioldgun
á þessari jörð gefur ekki full-
nægjandi sönnun fyrir því, að
endurlioldgun eigi sér ávallt
stað, en það eru til fullnægjandi
sannanir fyrir því, að hún ger-
ist í lífi vissra einstaklinga til
þess að fullkomna Karma-lög-
rnálið. Miðlafyrirbrigði nútím-
ans veita óyggjandi sannanir
fyrir því, að vér uppskerum á
jarðneska sviðinu í öðru lífi svo
sem vér höfum sáð í efnisheim-
inum, enda mun enginn, sem
kynnzt liefur reynsluvísindum
vorra tíma, efast um, að orsök
og afleiðing skiptist á óliaggan-
lega og óhjákvæmilega í öllum
fyrirbrigðum, sem vísindin í
hvaða grein sem er, liafa kann-
að.
Það skal viðurkennt, að mjög
erfitt er að safna óyggjandi
gögnum fyrir sanngildi endur-
holdgunarkenningarinnar út fra
atburðum, sem hægt er að rann-
saka til lilítar eða ganga úr
skugga um, að gerzt liafi eins
og frá þeim er skýrt. Slíkir at-
burðir eru oft annars eðlis, og
skal hér einn greindur: Kona
nokkur, sem var á ferð með