Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Page 86

Eimreiðin - 01.07.1944, Page 86
230 RADDIR EIMREIÐIN smiðjunum eða á bókbands- vinnustofunum ? Utgáfan um þessar mundir er kannske sér- staklega vinnufrek? Ef til vill fást ekki Iiæfir menn til lienn- ar? Spyr sá, sem ekki veit. Ég treysti því, að þeim spurninguin og öðru í þessari grein verði vel tekið. Fyrir mér vakir aðeins áhugi fvrir mál- efninu. Utgáfunni Iiefur seink- að, í stað þess, að benni hefði þurft að hraða vegna aukinnar kaupgetu og vaxandi athafna- flýtis á flestum sviðum. Gæti þá ekki farið svo, að sumir af oss, er híða hvers nýs bindis Fornritaútgáfunnar með á- stríðukenndri eftirvæntingu, fengju að sjá þessu merkilega verki lokið, áður en þeir fara í gröfina? Hvað líður framhaldinu af Heimskringlu? Margir gerðu sér vonir um, að hún kæmi öll út þegar 1941 — og fengist aukastyrkur til hennar úr rík- issjóði. Raunar er sagt, að nú sé verið að gefa h ana út í einu — en ekki af fornritafélaginu. Hvernig standa sakir um út- gáfu Austfirðingasagna? Koma þær ekki bráðum? Hvenær kemur Njála í þeim búningi, sem henni hæfir? Ég hlakka til þeirrar stundar, þó að þeiri i dásamlegu hók hafi þegaT ver- ið gerð óveriju fögur skil í sérstökum ritum. Á ég þar við hinar merku hækur dr. Einars ÓI. Sveinssonar: „Um Njálu'" og „Á Njálsbúð“. Svo lýk ég þessum fáu lín- um, án þess að biðjast afsök- unar á þeim. Fyrri smágrein mín um þetta efni átti rétt á sér á sínUm tíma, þó að nú séu jiær ástæður úr gildi gengnar í bráð. Þessi orð eru reist a nokkuð öðrum rökum. Ef til vill verða þau og úrelt fyrr en varir. Vér lifurii á tímum liraða og liamfara breytinga. Þess vegna má heldur ekki dragast úr hömlu neitt það, er trvggt getur örugga tilveru liins nýfengna frelsis og lýð- veldis. Skyldu ekki bókmennt- irnar, sem spruttu úr jarðvegi þjóðveldistímans forna, geta átt hvað drýgstan ])átt í j)vl, sé vel og röggsamlega á hald- ið? Eiðum, 18. júní 1944. Þóroddur GuSmundsson frá Sandi. Til þoss aS flýta fyrir um- boSnum upplýsingum í þe'ssu máli, hefur formaSur Fornrita- útgáfunnar fengiS aS sjá ofati- skráSa g rein Þórodds GuS- mundssonar í handriti. Sva' formanns fer hér á eftir.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.