Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1944, Side 94

Eimreiðin - 01.07.1944, Side 94
238 RITSJÁ EIMREIÐIN' varðandi Frakkland, svo og þýðiiigar úr frönsku á íslenzku. Mun hér flest til tínt af þessu tagi. Sv. s. Páll Ólafsson: LJÓÐMÆLI. Gunnar Gunnarsson gaf út. Rvík 1944. (Helgafell). Ljóðntæli l’áls Olafssonar, önnur en þau, er lifað liafa á vöruni þjóð- arinnar, hafa í meira en 40 ár verið grafin í fremur óskipulegri og ó- lieppilegri útgáfu (Rv. 1899—1900), — útgáfu, sem ekki var lokið, þar eð síðasta hindið kom aldrei út. — Nú Iiefur bókaútgáfan Helgafell hætt úr þessu nijög myndarlega, — fengið hinn færasta mann, Gunnar skáld Gunnarsson, til þess að velja ljóðin, raða þeim niður og rita um l’ál Ólafsson og skáldskap hans. Það er mikill fengur að fá þessa vönduðu og fallegu útgáfu Gunnars Guunarssonar, og ineð henni getur nú l’áll loks lilotið þann heiðurssess í hókahillum og — vonandi — með- vitund listunnandi Islendinga, sem honuni bar fyrir löngu. — Einhvern veginn liafði tekizt svo óheppilega í útgáfunni 1899—1900, að hiuum eftirtektarverðustu og sí- gildu kvæðum skáldsins var stung- ið inn á milli ýmislegs af lakara tagi, og varð því heildarsvipuriiin á ljóð- mælunum ekki aðlaðandi. — Gunn- ar Gunnarsson hefur nú mjög prýði- lega hætt úr þessu. Rókin hefsl á ljóðabréf'Unum, sem Gunnar kveðst taka fram yfir allt annað, sem Páll liefur ort. Eg er á sama máli. 1 fróðleik, streymandi liagmælsku og látleysi eru þessi ljóðahréf hrein list. Þar fer og sainan kýmni og skarpleg athugun á mönnum og mál- efnum. — Næst koma svo hestavís- urnar, sem margar eru þjóökunnar, þá ýmisleg ljóð, Ragnhildur, harni- ljóð o. s. frv. mjög skipulega og vel raðað niður. Loks fróðlegar athuga- semdir og skýringar. — Eins og áður er getið, má telja þjóðskáldið Pál Ólafsson fullsæmdan af þessari útgáfu. — Framúrskarandi gáfur, skemmtileg kýmni og nær því óviðjafnanleg hagmælska, voru meginþættir í skapgerð Páls, eins og liann birtist í ljóðum sínum. Hann ímm hafa verið látlaus maður, án þess þó að þjást af þeirri minni- máttarkend, sem lá eins og farg á mörgum góðum fslendingum á 19. öld og lengur, -— en sem yngstu skáld vor virðast Iilessunarlega laus við. — Satt að segja var langt síðan ég hafði lilaðað í ljóðuin Páls Ólals- sonar þangað til mér harst þessi nýja útgáfa. Og hvers varð ég vís? Þess, aö ljóðmælin eru fersk og ang- andi eins og nýútsrungiii vorhlóni, sem gleðja og hrífa hugann og lyfta lionuin upp úr þokumollu hvers- dagsleikans. — Ég vona, að æska íslands taki vel á móti Páli Ólafssyni endurhornuin, —- og ég er viss um, að hún gerir það, ef hún aðeins les hann, þvl hann er hráðlifandi, ungur og fj<>r" ugur í sínum vandaða og fallega nýja húningi. Þorsteinn Jónssotn TVÖ NÝ SAGNAKVER. Tvö ný sagnakver hafa horizl Eimr., og gegiiir furðu, hve ótæmandi uppspretta þessara fræða er með þjóðinni. En sannast að segja gangn safnendur nú orðið stundum ærið langt í því, að telja til þjóðsagna ýinsa nýskeða atburði, sem fullt e,ns

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.