Eimreiðin - 01.10.1947, Page 28
252
VESTUR-ÍSLENZK MENNING
BIMREIÐIN
gamla ættlandinu og stofnþjóðinni þar. Hvorttveggja styrkir okk-
ar sérstöku menningu hér vestra, sem bæði þeim á Islandi og
okkur er svo annt um að varðveita.
Nú hef ég í nokkrum dráttum reynt að gera grein fyrir þessari
menningu, og benda á vegu til þess að lialda henni við. Með tím-
anum mun sumt af því há-íslenzka falla niður og gleymast og
annað hérlent fylla skarðið. Að sumu leyti hefur þetta nú þegar
skeð. Það er tap og hlýtur að valda sársauka, en ætti um leið að
hvetja menn til enn meiri samtaka um að hlúa að því, sem eftir
er og hægt er að varðveita.
Við megum aldrei gleyma því, að framtíð vestur-íslenzkrar
menningar er undir okkur sjálfum komin og geymist aðallega >
því, sem við erum og einkum því, sem við gerum, ekki sem Islend-
ingar, heldur sem borgarar dvalarlandsins. Ef það verk er gott og
til þjóðþrifa, þá styrkir það þá efablöndnu í okkar liópi, sem hætt-
ir við að vilja kasta öllu íslenzku í burt, og um leið kemur það
annarra þjóða mönnum til að fara að grennslast eftir, livað það
sérstæða sé, sem við eigum. Það má koma með dæmi, sem geta
sýnt, að menn af íslenzkum ættum, er lítið eða ekkert kunna >
íslenzku, hafa með góðum hæfileikum og óþreytandi dugnaði
komið svo miklu góðu og nytsömu til leiðar, að þeir hafa vakið
athygli, ekki einungis á sér, heldur og þjóðflokki sínum, og eru
þeir þá um leið að gera mikið til þess að tryggja framtíð vestur*
íslenzkrar menningar.
Sú menning er heilbrigð og holl. Hún er auðsæ og þróttmikih
og hingað til ber mjög lítið á hnignun. Hún er örvandi og gerir
okkur að betri borgurum í þessu landi. Islenzka blóðið blandast,
tungan mun gleymast, en þjóðernistilfinningin lifir í hjörtum
okkar. Við viljum geyma hana þar, og af því hún á rætur að
rekja til dýrmætra fjársjóða, verður hún meðal, sem veitir okkur
kraft og hugrekki í lífsbaráttunni á þessum erfiðu og örlagafull'1
tímamótum.