Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 29

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 29
BIMREIÐIN Blaði fleíl. Smásaga eftir RagnheiSi Jónsdóttur. Gerður raðar niður í ferðatöskuna. Hún tekur ekki nema nýj- ustu kjólana og fallegustu silkinærfötin. Allt annað ætlar hún að skilja eftir. Því verður sjálfsagt safnað saman og gefið til vetrarlijálparinnar. Hún heldur bláum ullartauskjól upp í birt- uöa, en leggur hann svo frá sér, þegar hún sér einn smáblett í honum. Allt á að vera nýtt, hreint og fallegt. Hún stendur við opinn klæðaskápinn og finnur, að hún skilur eitthvað eftir af sjálfri sér, en hún vildi ekki taka það með, þó hún gæti. Nú er allt gert upp. Bréfið er skrifað. Það liggur á skrifborð- inu £ litlu, hvítu umslagi. Það er ekki langt bréf, engar útskýr- lngar eða afsakanir. ' Ég verð að fara í burtu. Það er bezt, að Ella verði kyrr hjá afa sínum og ömmu. Þú ráðstafar öllu eins og þér sýnist. Var það svona, sem hún skrifaði, eða einhvern veginn öðruvísi? Hún man það ekki. Hún man það eitt, að það voru fá, hversdags- Hg orð, skrifuð með óstyrkri hendi, orð, sem segja ekki neitt um ^argra ára vonir og vonbrigði, andvökunætur og sára baráttu. Hann les ekki þetta bréf fyrr en seinast í kvöld. Þá kemur hann heim, ofurlítið léttari í skapi, af því að hann hefur borðað ln'ðdag nieð gömlum félögum sínum, og eins og stundum áður, 'hittur honum þá í hug, að þessi kuldi á milli þeirra stafi af mis- 1 mngi, sem hægt sé að laga með nokkrum orðum. Hann kemur ®a«it ekki beina leið inn í svefnherbergi (það er langt síðan hann 'efur 8ert það), heldur fer hann inn i skrifstofuna til þess að esa dálitla stund og ef til vill hugsa um, hvað heppilegast sé a segja við hana. Hann sezt við skrifborðið og réttir út liöndina efrir bók, og þá------. GcrÖur gengur nokkur skref yfir gólfið. Hún getur ekki fylgt

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.