Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 34

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 34
258 UM HJÁGUÐADÝRKUN eimreiðin hverfa burt eins og dögg fyrir sólu, geta ekki lengur nærzt af neinu í fari þjóðfélagsins. Spekin forna, uin að liagkerfi og lagafyrirmæli komi að sára- litlu gagni, þegar skipuleggjendur og löggjafar annarsvegar, og þeir, sem skipulags og laga eiga að njóta, hinsvegar, séu úr sambandi og samvinnu við hina æðstu veru að baki skynheimsins, gerir harla lítið vart við sig á vorum dögum. Hjáguðadýrkun siðferðilegs eðlis hefur þann kost frain yfir tvær fyrr- nefndar tegundir samskonar dýrkunar, að hún vottar um þörf fyrir að sið- bæta einstaklinginn, áður en hægt sé að skipuleggja og siðbæta þjóðfélags- heildina. Þessir hjáguðadýrkendur vita og viðurkenna, að vélar og hag- kerfi má nota bæði til góðs og ills, og að það fer eftir persónulegum þroska notendanna sjálfra, hvernig úr rætist um tæknilegar og hagfræðilegar fram- kvæmdir. Dýrkendur tækninnar og hagkerfanna láta sér persónulegt siðgæði í léttu rúmi liggja. Þeir álíta, að áður en langt um líður — þannig er trúar- jótning þeirra — muni tæknin og hagskipunin liafa náð svo mikilli full- komnun, að mennirnir verði líka fullkomnir, það reynist ómögulegt fyr'r þá að vera öðruvísi. En á meðan þessi þróun fari fram, sé ekki endilega svo nauðsynlegt að vera að gera sér rellu út af siðgæði einstaklingsins. Það sem þurfi, sé nægileg og nógu vel launuð atvinna, aukin framleiðsla, nýrri og fullkomnari vélar í þágu mannanna og nógu mikil dirfska og tillitsleysi til þess að koma á hagkvæmum þjóðfélagsumbótum, berja þetta frain, með styrjöldum og byltingum, ef ekki vill betur til, og neyða því upp á þa> sem enn liafa ekki öðlazt linossið, allt vitaskuld til heilla fyrir mannkyuið í heild. Siðgæðisdýrkendurnir vita vel, að málið er ekki svona einfalt og að fyrsta skilyrðið til þjóðfélagslegra umbóta er að siðbæta einstaklingana- Þeirra villa er sú, að tilbiðja sínar eigin siðgæðishugsjónir, í stað þess að tilbiðja guð, og gera dyggðina að takmarki í sjálfu sér, í stað tækis til komast í samfélag við hann og öðlast þekkinguna ó honum. Ofstæki er hjóguðadýrkun, og siðferðilegt böl liennar er því samfara. I>VI ofstækisinaðurinn tilbiður hugarfóstur sinna eigin fýsna og eftirlangana- Hann setur sjálfsdýrkunina í stað guðsdýrkunarinnar. Það er liætt við, að lotning, auðmýkt og fórnfýsi gleymist honum. Siðgæðisdýrkandinn á jafnan á hættu að gleyma náðinni. En náð hljótum vér, þegar vér gefum oss guði á vald, lieilir og óskiptir, ininnugir eig*n ófullkomleika. Náðin gerir oss sterka í vorum eigin veikleika. Að vísu ®r til náð, sem svíkur, alveg cins og náð, sem aldrei svíkur. Nóð, sem svíkur, veitist til dæmis þeim, sem fónia sér fyrir hverskonar pólitíska og þjóðfélag8 lega hjáguðadýrkun. En þar sein náðin byggist á lireinuin, yfirskilvitlegun1 forsendum, bregst hún ekki. Harka, ofstæki, miskunnarleysi og hroki í an leguin efnuin eru afleiðingar sérgæðislegrar sjálfsþróunar. Hjó þeim mönn um, sem haldnir eru slíkuin eigindum, kemur himnesk náð ætíð að luktum dymm. Úr ritgcrð eftir Aldous Huxlef-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.