Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 35

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 35
eimreiðin Girndarauga á Svalbarða? Eftir Skúla Skúlason. 1 janúar síðastliðnum (1947) birti „The TimeS“ í London frétt, sem vakti mikla athygli. RÚ8sar höfðu farið fram á það við Norð- Jtienn, að þeir felldu úr gildi alþjóðasamþykktina um yfirrað Norðmanna á SvalbarÖa og annað tveggja hefðu samvinnu við Rússa að koma upp herstöðvum á Spitzbergen eða leyföu Rússum að gera það einum. Það fylgdi fréttinni, að samningar hefðu farið ffam á laun milli Norðmanna og Rússa um þetta mál. Fréttin reyndist sönn. Og miklar umraeður urðu um hana, ekki ®ízt á Norðurlöndum. Árið áður höfðu Norðurlandablöðin latið ®ér tíðrætt um málaleitanir Bandaríkjamanna um flugstöðvar á Islandi, en þarna var leikur í sama taflinu — taflinu mikla um varnarstöðvar á norðurleiðum, — sem Rússar og Bandaríkjamenn Fafa teflt nú um skeið. Síðan hefur verið hljótt um malið. En það væri barnaskapur nð láta sér detta í hug, að það sé úr sögunni. Og kröfur Bandaríkj- nnna um vígstöðvar í Grænlandi verða skiljanlega til að ýta undir Samskonar kröfur af hálfu Rússa á Spitzbergen. hetta fjarlæga eyland verður með öðrum orðum óhjákvæmilega Fitbein stórveldanna á komandi árum. Ef koma skyldi til styrjald- nr milli Rússa og Bandaríkjamanna, yrði Spitzbergen eigi þýð- lngarminni bækistöð á leiðinni yfir íshafið en Island var í síðustu 8tyrjöld á Atlantshafsleiðinni. Rússum væri hún álíka nauðsynleg °S Bandaríkj imum stöðvamar á Grænlandi. Það er með tilliti til þessa, að hér verður sagt nokkuð frá þessu Feimskautalandi, sem hingað til hefur verið „fyrir löngu lítilsvirt — langt frá öðrum þjóðum“, eins og Mattliías kveður um Island. SPITZBERGEN — SVALBARÐI. Áður en lengra er haldið, er ekki úr vegi að gera grein fyrir Pessum tveimur nöfnum, sem bæði verða notuð í þessari grein.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.