Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 37

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 37
eimreiðin GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA 261 fjögurra dægra haf norðr til Svalbarða í Hafsbotn“, stendur þar. Ymsir vísindamenn draga þó í efa, að Svalbarði hinn forni sé Spitzbergen, heldur muni hér vera um austurströnd Grænlands að ræða. Það er sem sé lítt hugsanlegt, að fornmenn liafi getað siglt milli Langaness og Spitzbergen á fjórum dægrum, en til austurstrandar Grænlands er það auðvelt. Spitzbergen er tvær eyjar auk margra smærri. Sú stærri heitir Vestur-Spitzbergen, um 40.000 ferkm., en sú minni Norðaustur- landið, og er um 17.000 ferkm. Er mjótt sund á milli þeirra og heitir Hinlopensund. Af öðrum eyjum er Edge-ey og Barentsey stærstar, austur af Vestur-Spitzbergen sunnanverðri, en að vestan frins Karls Forland, fyrir Vestur-Spitzbergen miðri. Kong Karls Land heita þrjár smáeyjar SA af Norðausturlandinu, en um 70 km. frá austurodda Norðausturlandsins er Hvítey; þar fundust bein Andrée pólfara og félaga hans fyrir 17 árum. Alls er eyja- blasinn um 68.000 ferkm. að stærð. Bjarnarey er smásmíði móts við Spitzbergeneyjamar, aðeins 1^3 ferkm., hvergi hærri en 536 m., enda jökullaus. Gróður er þar enginn nema mosi og skóf. Kol liafa fundizt þar, en ekki eins góð og á Spitzbergen. Þar er hafnlaust að kalla. Þó voru rost- Ung8- og livalveiðar reknar þar um skeið, en rostungurinn er nú horfinn og hvalurinn að mestu leyti. En fuglalíf er mikið a Hjarnarey og auðug fiskimið í kring, sem m. a. Islendingar bafa heimsótt stundum. Bjarnarey er um 400 km. norður af öyrztu töngum Noregs, en 275 km. suður af Suðurhöfða á Spitz- bergen, og telst til lögsagnarumdæmisins Svalbarða, eins og áður 8egir. Nafnið hlaut eyjan af því, að Willem Barents skaut bjarn- dýr þar árið 1596. landkostir OG DÝRALÍF. Um landkosti í venjulegri merkingu er skiljanlega ekki að Keða á Spitzberg en, 77 til 80 breiddarstigum fyrir norðan mið- Jarðarbaug. Auk þess eru eyjarnar hálendar. Hæsti tindurinn beitir Newtonfjall og er 1717 metrar, og jökullinn er hvergi í ^ainna en 600 metra hæð. Víða ganga skriðjöklar í sjó ofan, og eaeðalhitinn í júlí er aðeins rúm fjögur stig, en meðalkuldi ársins ^'7 stig. Gróðurríkið hefur því upp á fátt að bjóða nema skófir °S mosa; þó sést þar smávíðir og vottur af birkikjarri sumsstað-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.