Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 39
eimreiðin
GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA
263
Rússa. En um aldamótin 1800 eru Norðmenn byrjaðir á þessari
veiði og urðu með tímanum einir um liana. Eftir 1820 fara þeir
að hafa vetursetu á Spitzbergen og reka þar loðdýraveiðar enn
í dag.
Það voru einkum útvegsmenn frá Troms, sem stunduðu þessar
veiðar. Árið 1867 sóttu þeir um ríkisstyrk til þess að stofna veiði-
ttiannanýlendu norður þar, en var neitað. Þótti það ekki tiltæki-
legt fyrr en viðurkenning annarra þjóða fengist um það, að Norð-
nienn ættu landið.
Hálaleitanir um viðurkenning.
Wachtmeister greifi, þáverandi utanríkisráðherra Svía og Norð-
nianna, bar fram tillögu um, að reynt yrði að fá viðurkenningu
®tórveldanna fyrir eignarrétti Norðmanna á Svalbarða, í ríkisráði
1871, og var hún samþykkt. Hinn 20. marz s. á. sendi liann stjórn-
'nn Þýzkalands, Belgíu, Hollands, Danmerkur, Englands, Frakk-
Isnds og Rússlands erindi um málið. Stjórnir Danmerkur og Belgíu
8afu samþykki sitt fyrirvaralaust, og stjórnir Þýzkalands, Hollands,
Rnglands og Frakklands settu það eitt skilyrði, að aðrar þjóðir
*naettu eigi að síður halda áfram þeim veiðum, sem þær höfðu
rekið að undanförnu.
En Rússar voru á öðru máli. Þeir sögðust eiga kröfu til Spitz-
bergen ekki síður en aðrar þjóðir og kusu, að sama fyrirkomulag
liéldist og að undanförnu: að eyjarnar yrðu „no mans land" og
afnot þeirra öllimi frjáls, eins og verið hafði hingað til. Á þessu
8tfandaði málið í það skipti.
Undir aldamótin fór vísindalegur áhugi fyrir norðurhöfum að
vaxa, ekki sízt vegna ferðalaga Nansens og Nordenskjolds. Miðin
kringum Spitzbergen höfðu hvílzt um tugi ára, eða í rauninni
^iklu lengur, og upp úr aldamótunum fóru Norðmenn að veiða
l^ar hval á ný, og högnuðust á. Við þetta bættist, að aldamótaárið
Var farið að gera tilraun með kolagröft; urðu Norðmenn fyrstir
þess, en aðrir komu á eftir, bæði Svíar og Rússar og enda
fleiri. Hlutaðeigandi námufélög slógu eign sinni á stór landsvæði,
°8 lenti í deilum út af því; sömuleiðis þóttust veiðimennirnir
Verða fyrir átroðningi af „kolapiltunum“. Árin 1898 og ’99 gerðu
jóðverjar út tvo leiðangra til Bjarnareyjar. Þeir lýstu yfir því,
a® nieiri hluti eyjarinnar væri þýzk eign. Rússar undu þessu illa