Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 44

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 44
268 GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA EIMREXÐIN inn fór aftur, án þess að setja upp bækistöð, en norskir hermenn voru á Spitzbergen til ófriðarloka. KRÖFUR RCSSA. Það væri rangt að segja, að óskir Rússa um herstöðvar á Sval- barða væru mótleikur gegn óskum Bandaríkjamanna um her- stöðvar á Islandi, Grænlandi, Canada og víðar. Það eru nefnilega þrjú ár síðan Rússar fitjuðu upp á þessu við Norðmenn, þó að það yrði ekki almenningi kunnugt fyrr en meira en tveim árum síðar. Þá var stríðinu enn ekki lokið, og allt í sátt og samlyndi milli Rússa og vesturveldanna. En svo bar við, að í nóvember 1944 fór Trygve Lie, þáverandi utanríkisráðberra Norðmanna og núverandi ritari UNO, til Moskva og átti tal við Molotov. Svalbarða bar þá á góma, og Molotov fór ekki didt með, að Rússar væru óánægðir með samn- inginn frá 9. febrúar 1920 — hann liefði verið gerður að Rússum fornspurðum og réttur þeirra að engu hafður. Næstu mánuði fóru fram bréfaskipti um málið, og í apríl 1945 liafði norska stjórnin gert uppkast að yfirlýsingu, sem Rússar og Norðmenn skyldu gefa sameiginlega. Þá var Hitlerveldið í andarslitrunum og um margt að hugsa, svo að. þetta uppkast var lagt á hilluna. Síðan var málinu ekki lireyft þangað til í nóvember 1946, er þeir hittust á UNO-fundinum í New Ýork, Molotov og Halvard Lange, sem varð utanríkisráðherra Noregs eftir Trygve Lie. Þeir áttu tal saman um málið, og skýrði Lange síðan utanríkismála- nefndinni og Stórþinginu frá því, sem þeim hafði farið á miHi og hvað það væri, sem Rússar óskuöu. Það var þetta: Parísarsamþykktin frá 1920 skyldi felld úr gildi, vegna þe8S að hún liefði verið gerð á þeim tíma, er RÚ6sar voru þess ekki um komnir að láta til sín taka um utanríkismál. Sömuleiði® vegna þess, að Italir og Japanar væru aðilar að samþykktinnn Rússum væri ekki áliugamál að auka kolavinnsluna á Spltz' bergen, því að þeir hefðu nægar námur heima fyrir, m. a> 1 Petsjoradalnum, austan við Hvítahaf. Molotov lagði álierzlu á, a^ Norðmenn skyldu einskis í missa fjárhagslega við væntanleg3 breytingu. Það, sem Rússa varðaði mestu, væri hernaðarlega Spitzbergen í væntanlegri styrjöld, sem yrði háð yfir Norður-t8 hafinu. Þess vegna var 9. grein Parísarsamþykktarinnar, um a®

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.