Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 46

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 46
270 GIRNDARAUGA Á SVALBARÐA eimreiðin Norðmenn og Rússar lialda áfram að grafa kol við Isafjörð. Norðmenn fóru að hreinsa sínar námur í hittiðfyrra, og í vor sem leið voru íbúamir í Longyearbæ orðnir um 900 og í Sveagruvan um 300, — og afraksturinn eftir sumarið var um 280,000 smálestir. Næsta ár gerir „Store Norske“ ráð fyrir 700,000 smálesta fram- leiðslu úr þessum tveimur námum, ef fólk fæst. Og í Konungsfirði er starfað líka. 1 Grumantnámunum eru Rússar að grafa kol, en ekki hef ég séð skýrslur um framleiðslu þeirra í sumar. Það hafa flogið sögur um ósamkomulag milli norsku og rúss- nesku námumannanna, sem eru í nábýli þarna við sunnanverðan Isafjörð. En það eru Gróusögur. Allir, sem komið hafa til Spitz* bergen í sumar, þ. á. m. útlendir blaðamenn, ljúka upp einum munni um það, að samkomulagið sé hið bezta, og 6egja ýmsar fallegar sögur af hjálpseminni, sem Rússar og Norðmenn sýni hver öðrum. Þessir gestir neita því einnig eindregið, að Rússar hafi nokkurn vígbúnað á stöðvum sínum. JIJLÍIVIORGIiNN. Eitt eimsins gjall, svo kveðja litfrjótt land mín Ijósu skip í dagsins önn og þraut, er hafdís örmum vefur votan sand með vafurgull um brimhvítt löðurskaut. Og fjöllin bera fránan arnarsvip svo fjarskagrá, meö hvíta jökulrönd, en elfur stilla stálsins kyngjagrip og strengi hræra vötn og skógarlönd. Og hjaröir una rótt við laufsins lín, um loftið flögrar vængjábreiður már, er vorheit sól á sundin bláu skín, og sunnanvindur greiðir jarðar hár. Jónatan Jónsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.