Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 52

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 52
276 GLÆÐUR EIMREIÐIN Nei, náðu þér í aðra stúlku, ógifta. Hitt yrði bara eymdarlíf fyrir okkur bæði. Ég þagði. — Smátt og smátt varð ég rólegri. Þetta var satt. Eiginlega allt of kalt og satt. — Svo fór hún að gráta, — snökti alllanga stund. Ég beit á jaxlinn og þagði. Bílar fóru um götuna, og fólk gekk fram hjá. — Annars var allt kyrrt. Loks bætti hún að gráta, jafnaði sig, leit á mig. — Æ, Indriði, þetta er leiðinlegt, segir liún. — Þú komst hingað til að liressa mig og þig og vera glaður. Þú sérð það nú, að til mín sækirðu ekkert nema leiðindi. Nú er ég svo þreytt, livað á ég að gera? — Fara að liátta, segi ég. — Æ, ég veit ekki livað ég á að gera, segir hún, — ég er svo ein, — svo liræðilega ein.--------------- Ég hringdi nokkrum sinnum á Borgina, þar sem liún bjó. Aðeins einu sinni náði ég í hana lieima, en þá var hún að leggja af stað í ferðalag austur yfir fjall. Þannig atvikaðist það, að ég gat aldrei verið með lienni dags- stund þennan hálfa mánuð, sem hún stóð við í bænum. Svo mætti ég lienni aftur á götu. — Æ, Indriði, sagði hún, — svona fór það, aldrei gátum við fundizt.JVú fer ég með flugvél í dag. — Það var leiðinlegt, sagði ég, — eða kannske er það alveg sama. Ég gleymi þér aldrei. — Það var gott, að þú fékkst að lifa hamingjusömu lífi. — Hamingjusömu! sagði liún og horfði á mig. — Já, víst er það svo. En á ég að segja þér, hvernig það er? Það er eins og kveikt hafi verið upp í ofni, án þess að hreinsa burt öskuna fra því í gær. Það logar aldrei glatt, — en það eru góðar glæður. — Efalaust, — mjög notalegar glæður, sagði ég. Þórir Bergssort.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.