Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 58

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 58
EIMREIÐIN Sól og sumar á Húnaflóasiröndum. Eftir Ingólf DavíSsson. Það rigndi ein6 og venjulega í Reykjavík föstudagsmorguninn 1. ágÚ6t í eumar. Hólmavíkurbíllinn átti að leggja af stað kl. 7 árdegie. En bílstjórinn naut morgunblundsins lengi. Farþegamir tíndust inn á 8töðina eða bímdu í skjóli undir húsveggnum. Bíl var ekið hratt í hlaðið. Var þar kominn Áskell jurtakynbótafræð- ingur á Volvó sínum, flytjandi Gröntved grasafræðing, sem ásamt undirrituðum ætlaði í grasaferð til Húnaflóastranda. Langferða- bílnum var tregt um gang vegna bleylunnar, en loks seig bann af stað kl. 8,30, og gekk nú allt greiðlega upp í Hvalfjörð. En undir Þyrli kom babb í bátinn. Mokstursvél bafði festst í veginum og varð ekki þokað. Varð að bera mikið grjót í vegarbrúnina og síðan draga og ýta langri runu af bílum fram lijá ferlíkinu. Hjálpuðust bílstjórar og farþegar vel að, en samt olli þetta klukkustundar töf. Gekk nú allt eins og í sögu að skála Vigfúsar undir Grábrók. Matur og dálítil sólarglæta f jörgaði fólkið. Gengu sumir á gígliólinn. 1 gráa lilíð bans mætti á fallegan og sérkenni- legan liátt rita nafn skálans með melgrasi eða öðru grasi, eins og dr. Helgi Tómasson stakk upp á í sumar. Fagurt er þarna um að litast, enda var eitt sinn kveðið: HreðavatniS hýra, bláa; hraunið úfna — svarta og gráa, birkilundum bústnum stráð. Gráhrók hefur gusað eldi, gjalli klædd og mosafeldi. Ilér er íslands sköpun skráð. 1 Dölunum sást sól annað veifið. Fyrir neðan Ásgarð varð bfll' inn staður í hálftíma, líkt og bestur, sem endilega vill stanza við gamlan áfangastað. En nú koma langferðabílar ekki lengur við í Ásgarði. Bílstjórinn dyttaði að vélinni og ók síðan allt hvað af

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.