Eimreiðin - 01.10.1947, Page 63
EIMREIÐIN SÓL OG SUMAR Á IIÚNAFLÓASTRÖNDI M
287
og þótti að ærinn sjónarsviftir. Vex víðirinn vonandi upp aftur,
er tímar líða. Selá er oft vatnsmikil, en nú var hún í minna lagi,
svo að jeppanum gekk vel yfir hana. Milli Selárdals og Bjarn-
arfjarðar er Bassastaðaliáls. Hann er allbreiður, lágur og mýr-
lendur víða, með mörgum smávötnum og tjörnum milli liolta
Keldustarartjörn á Svanshólsfjalli.
°g ása. Rétt hjá Reiðgötuvatni vex mikið af keldustör kringum
litla tjörn, um 100 m. yfir sjó. Er þarna seinfarið — blautar og
Srýttar leirgötur. Einkum er brekkan niður í Bjarnarfjörðinn
égreið yfirferðar.
Okkur kom í hug ferð Ósvífurs um hálsinn forðum daga.
^vanur hinn fjölkunnugi bjó þá á Svanshóli. Segir Njála svo
irá: Nú tók Svanur til orða og geispaði mjög. Nú sækja að fylgj-
llr Ósvífurs. Lítils mun við þurfa. Svanur tók geitskinn eitt, vafði
urn liöfuð sér og mælti: Verði þoka og undur þeim, er eftir þér
(^jóstólfi) sækja. Kom þá svo mikil þoka móti þeim, að þeir sáu
ekkert. Féllu sumir af baki og týndu hestum og vopnum. Sumir
gengu í fen eða villtust í skóg inum. Urðu þeir að snúa aftur. Nú
er Bassastaðaháls skóglaus, en votlendur er liann enn og villu-