Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 64

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 64
288 SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN gjarn í þoku — hver ásinn öðrum líkur — og oft mun þokan vera dimm á hálsinum. Yegur hefur þá enginn verið eða ógreinilegur. Svanur liefur séð þokuna, en þeir félagar kennt hana göldrum Iians. Svanur hvarf líka stundum í stórkostlega gjá, sem við liann er kennd, og kom fram í Kaldbaksvík. Hefur Svanur þekkt ein- liverja stutta leið yfir fjallið og skógur í hlíðunuin skýlt honum. Hefur þetta verið mesti skynsemdarkarl, eins og margir galdra- menn. Bjamarfjörður er lítill og grunnur. Sveitin er svipfríð og grösug vel við innanverðan fjörðinn. Lág fjöll og hálsar liggja á báðar liendur. Snjóþungt mun á vetrum. Dálítið kjarr er í norðurlilíðum. Fyrir hotni fjarðarins er nokkurt láglendi. Ganga tveir smádalir, Sunnudalur og Goðdalur, inn af því. Við félagar héldum að Svans- hóli. Þar býr Ingimundur Ingimundarson myndarbúi. Hann er grasafróður og vísaði okkur á ýmsar tegundir jurta, sem fágætar eru. Á Svanshóli er talsverð nýrækt. Þar er rafljós, hitaveita og nýlega byggt. Verið er að reisa nýbýli skammt frá. Á Klúku —• næsta bæ — er búið að byggja sundlaug, hitaða með laugavatni. Virðast Bjarnfirðingar una glaðir við sitt. Við Svanshól er dálítill skrúðgarður á bæjarhólnum. Þar vaxa birki, reynir, gulvíðir, ribs, álmur, lævirkjatré, venusvagn, regnfang, kornblóm, garða- brúða, mjaðurt og bumirót. Talsvert jarðhitasvæði er við Svans- hól, en vatnið er aðeins 42° lieitt. Samt hitar það bæinn, og kart- öflur þrífast vel við ylinn. Volgt vatn kemur allvíða upp í mýr- unum. Á jarðhitablettunum er víðast allt rautt af sóldögg og blátt af blákollu og mýrfjólu. Laugasef er þar algengt og bæði vatnsnál og votasef. Gullstör vex við volgan læk í túnjaðrinurn. Laglegir brúskar af skjaldburkna og skollakambi vaxa í gili rétt ofan við túnið. Mun snjór liggja þar lengi. Vaxa aðalbláberjalyng, bláberjalyng og blágresi víða í gilbrekkunum, en sumstaðar firn- ungur og ígulstör. Við vomm að rölta um flóann neðan við túnið, þegar einkennileg stör í lirísþúfunum þar vakti athygli okkar. Gröntved hafði fundið sömu tegund áður á Grænlandi og þekkti bana óðara. Er liún ekki fundin með vissu hér áður og lieitir lirísastör (c. adelosloma). Vex bún í brísþúfum á allstóru svæði í Svansbólsflóa og um norðanverðar blíðar, allt inn í Goðdal. Fundu Goðdalsfeðgar liana þar síðar í sumar. Seinna fundum við lirísastörina einnig í Kaldrananesbjöllum, innan við Urriðaa,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.