Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 64

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 64
288 SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN gjarn í þoku — hver ásinn öðrum líkur — og oft mun þokan vera dimm á hálsinum. Yegur hefur þá enginn verið eða ógreinilegur. Svanur liefur séð þokuna, en þeir félagar kennt hana göldrum Iians. Svanur hvarf líka stundum í stórkostlega gjá, sem við liann er kennd, og kom fram í Kaldbaksvík. Hefur Svanur þekkt ein- liverja stutta leið yfir fjallið og skógur í hlíðunuin skýlt honum. Hefur þetta verið mesti skynsemdarkarl, eins og margir galdra- menn. Bjamarfjörður er lítill og grunnur. Sveitin er svipfríð og grösug vel við innanverðan fjörðinn. Lág fjöll og hálsar liggja á báðar liendur. Snjóþungt mun á vetrum. Dálítið kjarr er í norðurlilíðum. Fyrir hotni fjarðarins er nokkurt láglendi. Ganga tveir smádalir, Sunnudalur og Goðdalur, inn af því. Við félagar héldum að Svans- hóli. Þar býr Ingimundur Ingimundarson myndarbúi. Hann er grasafróður og vísaði okkur á ýmsar tegundir jurta, sem fágætar eru. Á Svanshóli er talsverð nýrækt. Þar er rafljós, hitaveita og nýlega byggt. Verið er að reisa nýbýli skammt frá. Á Klúku —• næsta bæ — er búið að byggja sundlaug, hitaða með laugavatni. Virðast Bjarnfirðingar una glaðir við sitt. Við Svanshól er dálítill skrúðgarður á bæjarhólnum. Þar vaxa birki, reynir, gulvíðir, ribs, álmur, lævirkjatré, venusvagn, regnfang, kornblóm, garða- brúða, mjaðurt og bumirót. Talsvert jarðhitasvæði er við Svans- hól, en vatnið er aðeins 42° lieitt. Samt hitar það bæinn, og kart- öflur þrífast vel við ylinn. Volgt vatn kemur allvíða upp í mýr- unum. Á jarðhitablettunum er víðast allt rautt af sóldögg og blátt af blákollu og mýrfjólu. Laugasef er þar algengt og bæði vatnsnál og votasef. Gullstör vex við volgan læk í túnjaðrinurn. Laglegir brúskar af skjaldburkna og skollakambi vaxa í gili rétt ofan við túnið. Mun snjór liggja þar lengi. Vaxa aðalbláberjalyng, bláberjalyng og blágresi víða í gilbrekkunum, en sumstaðar firn- ungur og ígulstör. Við vomm að rölta um flóann neðan við túnið, þegar einkennileg stör í lirísþúfunum þar vakti athygli okkar. Gröntved hafði fundið sömu tegund áður á Grænlandi og þekkti bana óðara. Er liún ekki fundin með vissu hér áður og lieitir lirísastör (c. adelosloma). Vex bún í brísþúfum á allstóru svæði í Svansbólsflóa og um norðanverðar blíðar, allt inn í Goðdal. Fundu Goðdalsfeðgar liana þar síðar í sumar. Seinna fundum við lirísastörina einnig í Kaldrananesbjöllum, innan við Urriðaa,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.