Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 65

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 65
BlMRBitHN sÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM 289 í um 150 m. hæð yfir sjó. Vex hún þar í hrísþúfum innan um stinnastör. Er ekki örgrannt um, að þær liafi blandað blóði þarna í hjöllunum. Eru þær ögn áþekkar í útliti, en hrísastörin öllu hærri og grannvaxnari, með rauðleitiim slíSrum. — Flóinn er all- stór, með einkennilegum, gróðurlausum, hvítum flögum. Rann- sakaði Bjöm Jóhannesson, jarðvegsfræðingur, sýnishorn af leirn- tun, og reyndist þetta vera kísiljörð, lítt hæf fyrir gróður. En utan flaganna er flóinn grösugur, vaxinn fífu og stör. 1 síkjum nálægt ánni vaxa alurt, álftalaukur og smánykra, allt fremur úigætar jurtir. 1 hlíðinni ofan við Svanshól er dálítið kjarr, allt tnn í Goðdal. Vísaði Ingimundur okkur þar á krossjurt og skolla- her. Reynihríslur sýndi hann okkur í Þverárgljúfri og víðar. Uppi á fjallinu eru mýrablettir og tjarnir milli urðarása. Rjúpustör, 8ótstör, jöklasóley og fjallhæra vaxa þar víða. Keldustör fundum við við tjörn eina í um 200 m. liæð. Eru víðast kragar af klófífu, hrafnastör, liengistör og flóastör kringum tjarnirnar. 1 liálfdeigju Vaxa litunarjafni og lyngjafni innan um mýrafinntmg, en skolla- fingur í gjótuin. Skaflar lágu sumstaðar í lautum, þótt ekki sé hátt yfir sjó. Hinn 6. ágúst fylgdi Ligimundur okkur ríðandi imi í Goðdal. Uoðdalur er stuttur, snotur dalur, gróðursæll liið neðra, en hlíðar yíða grýttar. Falla fossandi smáár niður í botn hans. „Hann er euis og útilegumannadalur í þjóðsögunum“, er haft eftir Ragnari ^sgeirssyni. En þeir dalir áttu jafnan að vera kostameiri en hyggðalöndin. Vaxa þúsundblaðarós og skjaldburkni í brúskum 1 Urðunum við hlíðarrætumar. Skollakambur er einnig innarlega 1 dalnum. I Goðdal býr Jóhann Kristmundsson. Hefur hann og 8ynir hans mikinn áliuga fyrir gróðrinum; eiga þeir feðgar grasa- 8afn og hafa birt jurtaskrá í Náttúrufræðingnum. Eina nýja teg- Und, stinnasef (j. Squarrosus), fundu þeir í fyrra. Vex það í þétt- Urn’ dökkgrænum brúskum innan um firnung og mýrafinnung á allstórri flöt ofan við mógrafir í dalbotninum. — I Goðdal er uýtt liús og liitaveita. Em 60° heitar laugar rétt lijá bænum. Vex þar og í túninu mikið af selgresi. Þar vaxa líka græðisúra og Hllikerfill, kúmen og rauðsmári, sem haldizt liafa í túninu á annan áratug. Þar voru rýgresin bæði, akurfax, skurfa, akurarfi °g vafsúra. Jöklaklukka vex í fjallinu, skrautpuntur á Hvanna- hjalla og krossjurt í kjarri. Vallhumall, liundasúra. livítsmári og 19

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.