Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 66

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 66
290 SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN þrenningarfjóla spretta í túninu. Er sennilega slæðingur þar, en þessar jurtir eru fáséðar á þessum slóðum. Vísuðu þeir feðgar okkur á þetta allt. Mýraber höfðu þeir fundið í Sunnudal. Daginn eftir fórum við á jeppa frá Svanshóli út að Ásmundar- nesi og gengum þaðan að Reykjarvík. Þar er lítilsháttar jarðylur, en mun liafa verið meiri fyrrum. Þarna út með firðinum er næð- ingasamt og snögglent, en talsvert sjávargagn. Mýrafinnungur og ígulstör eru aðaljurtir mýranna. Skarfakál er víða í 6jávar- klettum og eyjum. Blákolla vex víða. Akurarfa og freyjubra sáum við í túni. Litla dvöl höfðum við í Reykjarvík. Kom Jón í Kaldbaksvík brátt á trillubáti að sækja okkur. Tekur nú lands- lagið að breytast, er út eftir kemur. Fjöllin hækka, og láglendið verður mjó og grýtt ræma. Kaldbakshorn er hátt og lirikalegt, reglulegt Vestfjarðafjall, með hamrabeltum og urðum. Kald- baksvík er lítil. Ganga fjöll niður í sjó að lieita má báðu megín- Stuttur dalur með bröttum lilíðum — sem ögn lækka innst — gengur inn af víkinni. Dálítið stöðuvatn eða strandlón er þar milli bæjanna tveggja, Kaldbaks og Kleifa. Þar er „stórlirein- lega-fallega-Ijótt“, sagði Þorvaldur Thoroddsen. Okkur fannst viðkunnanlegt, enda var blíðuveður, en Þorvaldur lenti í óáran og illviðrum á þessum slóðum í miðjum ágúst 1886. Segir hann stóra skafla liggja víða í Bjamarfirði og Kaldbaksvík, þar sem nú er alautt og gróið. „Kröpp eru kaup, ef lireppi ek Kaldbak, en læt akra“, sagði önundur tréfótur forðum. En veiðiföng vorU mikil, og enn stunda Kaldbaksmenn sjóinn. Rétt hjá Kaldbaksbæ er sumarhús, sem þýzkur maður reisti- Er þar blómagarður, og einnig í Kaldbak. Þrífast í þeim bH’ margar íslenzkar og erlendar skrautjurtir. Við hlíðarræturnar eru stórgrýttar urðir, hálfgrónar grasi, Ijónslappa og lyngi. J)ar er líka talsvert burknaland. Sáum við þúsundblaðarós, skjald- burkna, tóugras, skollakamb, þrílaufung, þríhyrnuburkna dílaburkna. Birkikjarr er í norðurhlíðum dalsins. Vex þar miki^ af óvenju stórvöxnum skjaldburkna og skollakambi. Þar er lík3 krossjurt, hárdepla og jafnar, en gróskulegar aðalbláberjalyng6 brekkur á milli, enda mun vera snjóþungt. Gulvíðir vex í pollum við ána. Þar er líka alurt og sóldögg víða í mýrum, enda mun jarðyls gæta eitthvað. Um kvöldið fylgdi Jón á Kaldbak okkur á hestum inn undir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.