Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 68
292
SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN
lieyskaparlandið. Árdegis héldum við fram á dalinn í grasaferð.
Fór Bjami með okkur, ásamt Lofti frænda sínum og tveimur
elztu sonum. Söfnuðu þeir allir jurtum í ferðinni. 1 kjarrinu
vaxa margar reynihríslur, og friðar Bjarni þær. ICrossjurt, hjarta-
tvíblaðka, eggtvíblaðka, jafnarnir þrír, hárdepla, gullstör, skolla-
kambur, þrílaufungur og þríhyrnuburkni vaxa líka í kjarrinu,
og þar sýndi Bjarni okkur ofurlitla sortulyngskló. Ekki skortir
fjandafælu né helluhnoðra. Er liann gömul lækningajurt, sbr.
Skuggasvein, og sumir telja hann öflugt uppsölumeðal. Eskið
stinna, sem notað var til fágunar forðum og mörg örnefni eru
kennd við, vex víða þarna norðurfrá. I leirbornum, snjósælum
urðum og rökum giljum eru víða forkunnar fagrir, knéháir brúsk-
ar þúsundblaðarósarinnar og fleiri burkna, einkum skjaldburkna,
dílaburkna og stóraburkna. Við gengum upp úr dalbotninum,
fram með fossóttri á. Taka brátt við gróðurlitlar urðir og melar.
Fjallhæra, rjúpustör, laukasteinbrjótur, jöklasóley og tröllastakk-
ur eru lielztu fjallablómin. Er talsvert fjölgresi í Asparvíkur- og
Kaldbaksdölum.
Um kvöldið ætluðum við að ná í póstbátinn. En ekki vildi liann
bægja á sér vegna lítils vélbáts, svo að Bjarni flutti okkur alla
leið til Kaldrananess og útvegaði okkur gistingu hjá konu Þor-
steins kennara, systur Jóns heitins skálds frá Ljárskógum. Kald-
rananes er yzt á nesinu, sunnan Bjarnarfjarðar. Er þar næðings-
samt, en talin eru þar sæmileg liafnarskilyrði. Frystilxús er í bygg-
ingu og mikill liugur í mönnum að fá gerða góða bátaliöfn. Virð-
ist talsverður metingur og keppni milli Kaldrananess og Drangs-
ness. Er Drangsnes eldra í bettunni, og þar er fyrir frystihús og
talsverð bafnarmannvirki. En í Bjarnarfirði er betra ræktunar-
land að styðjast við, og jarðhitinn verður mikils virði, ef þorp
rís upp á Kaldrananesi. Innan við Kaldrananes er fjörðurinn
grunnur, með mörgum hólmum. Þar eru sjóflæðar og allstórar
eyjar. Á sjávarflæðunum vex mikið af sjávarfitjungi og skriðlín-
gresi, en lágarfi innan um og engjavöndur í þúfum. Þroskalegt
skarfakál er víða í klettum og lieima við bús. Ljósatvítönn og
tvíbýlisnetla vaxa líka við húsin — og húsapuntur í kirkjugarð-
inum. Vorperla er algeng, einkum með fram veginum. Skolla-
ber vaxa bér og livar við kletta, en víðast óblómguð, bæði i
Steingrímsfirði og Bjarnarfirði, nema inni á Kaldrananesbjöll-