Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Side 69

Eimreiðin - 01.10.1947, Side 69
EIMREIÐIN sól og sumar á húnaflóaströndum 293 ura. Þar voru þau í fullum blóma. Melasól er algeng, allsstaðar með grængulum safa. Lítilsliáttar kjarríeifar eru í hjöllunum. en allsstaðar er sama sagan, minni gróður sunnan fjarðarins en norðan. Rjúpustörin vex liér niður að sjó. Hjónagras er fágætt, en hin brönugrösin algeng allsstaðar hér nyrðra. Hinn 9. ágúst héld- um við félagar gang- andi yfir hálsinn eða heiðina til Drangsness, en fengum léðan dreng og hest með flutning- inn. Er fyrst bratta brekku upp að fara, en síðan tekur við lieiða- landið með mýrum, tjörnum og urðarásum ~~ allbreitt milli brúna. Norðan undir Bæjar- felli er allstórt vatn, *neð klófífu, hengistör, öóastör og fleiri stör- nm umhverfis. Lófótur °g mógrafabrúsi eru algengir í tjörnunum. ^íða er þar horblaðka °g gildir mýrakólfar hennar í vatninu. Hef- nr seyði þeirra margan magaveikan læknað. haejarfell gnæfir yfir Kerlingin frœga á Drangsnesi. heiðaflákana, svipmik- bæði að norðan og sunnan. Eftir drjúga gönguferð komum við niður að Drangsnesi. Hressir af kaffi og pönnukökum lijá Jóni Pétri héldum við á gistihúsið nteð farangurinn og síðan út í góða veðrið og gróðurinn. Drangsnes stendur undir Bæjarfelli. Eru háir, grýttir bakkar fyrir ofan, en útsýn er opin yfir Stein- grímsfjörð. Grímsey liggur örskammt undan landi, og er höfuð- Prýði Drangsness, ásamt kerlingunni frægu. Kerlingin er hár,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.