Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Page 70

Eimreiðin - 01.10.1947, Page 70
294 SÓL OG SUMAR Á HÚNAFLÓASTRÖNDUM EIMREIÐIN fallegur drangur undir bökkunum rétt utan við þorpið. Karl einn átti kerling sér í fymdinni. Losuðu þau eitt sinn væna sneið úr björgunum og héldu með út á fjörð. Karl fór fyrir með drátt- aruxa, en hún ýtti á eftir. En þá rann dagur, og urðu þau að steinum. Hlassið er Grímsey. Sést uxakletturinn þar enn. Minnir þetta á Gefjunarsögnina. Ekki var kerling heldur ónýt við rekuna. Tók hún sig til, ásamt breiðfirzkum tröllum, að moka sundur eiðið milli Gilsfjarðar og Bitrufjarðar — og gera Vestfirði að eyju. Tröllin luku að vísu ekki verkinu, þótt hamrammlega væri að gengið. Eru eyjarnar a Breiðafirði uppmokstur vestantröllanna, en blindskerin á Húna- flóa rekuslettur kerlingar! Nú er kerling orðin gömul og tekin að hallast. Sátu hrafnar á kolli liennar, enda liettan grasgróin. Gulgrænar skófir vaxa á henni norðaustanmegin. TúnvingulL sjávarfitjungur, melgras, vegarfi, túnsúra, vallarsveifgras, tún- fífill og skarfakál, eða alls 8 tegundir blómjurta, vaxa nú utan á kerlingunni. Veggjaskófin gula unir sér þar vel. Á sunnudagsmorguninn fómm við út í Grímsey. Hún er hömr- ótt, en víðast vafin í grasi, því að fuglinn ber vel á. Við lentum í vík einni. Era breiður af fjöraarfa og hrímblöðku rétt ofan við flæðarmálið. Efst í fjörunni er allt fagurblátt af blálilju, sem er mesta skrautjurt íslenzku fjörunnar, en þrífst líka vel í görð- um. Viti er uppi á eyjunni. Á hann réðst þýzk flugvél í stríð- inu. Við gengum upp í vitann, og er þaðan fegursta útsým- Skammt þaðan vex litla, fallega sandmunablómið í sendinm hrekku. Við héldum jurtatal á eynni og fundum alls 105 teg- undir blómjurta og byrkninga. Er það mikið á svo litlu svæði, og sennilega hefur okkur sézt yfir eitthvað á fljótri yfirferð. Um kvöldið sýndi Jóhannes frá Asparvík okkur einkennilegar jarðmyndanir með steingervingum, rétt við þorpið. Einnig skoð- uðum við liið myndarlega skólahús Drangsnesinga og blómagarð við það. Jóhannes á margt fornra hóka. Eru sumar bundnar i steinbítsroð. Listasmíðisgripi sáum við líka eftir Halldór fra Asparvík. — Úti var uppi fótur og fit. Ungir og gamlir streymdu niður á bryggju. Fyrsta síldin var að koma á Drangsnes. Við fengum far með mælingabát til Hólmavíkur um kvöldið og gistum þar. Morguninn eftir jeppuðum við inn að Tröllatungu og fengum Daníel Ólafsson, bónda þar, til fylgdar í surtarbrands-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.