Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 90

Eimreiðin - 01.10.1947, Síða 90
eimreiuin SONUR GULLSMIÐSINS Á BESSA- STÖÐUM. Bréf til Gríms Thomsens og varSandi hann 1838—1858. Finn- ur Sigmundsson bjó til prentunar. Rvík 1947 (HlaSbúS). Grími Thomsen hefur, á síðari ár- um, verið auðsýndur margskonar eómi, fyrst og fremst með hinni fögru og vönduðu útgáfu Snæbjarnar Jóns- sonar á ljóðmælum skáldsins 1934. Tíu árum síðar ritaði frk. Thora Frið- riksson bók um skáldið (1944). Fleira hefur verið um hann ritað. Sem eitt af höfuðskáldum íslendinga hefur Grímur stöðugt farið vaxandi að áliti, þann mannsaldur, sem liðinn er síðan hánn dó, og það að maklegleikum. Að vísu kunnu nokkrir menn fljótt að meta hann, má þar nefna Björn Jónsson ritstjóra og dr. Jón Þorkels- son, meðal annarra. En almennt varð hann ekki viðurkenndur, sem afburða- skáld, fyrr en nú, á þessari öld, og enn sækir hann stöðugt á. Sýnir það bezt, hvert afburðaskáld hann var. Hinn vandvirki og ágæti fræðimað- ur, Finnur Sigmundsson landsbóka- vörður, gaf fyrir nokkru (1946) út bréf Ingibjargar Jónsdóttur, móður Grím8 Thomsen, og nefndi bókina: Húsfreyjan á Bessastöðum. Bók þess- ari var, að vonum, vel tekið, enda varpa hréf þessarar gáfuðu konu björtu ljósi yfir æskuheimili skálds- ins og margt það fólk, er hann um- gekkst mcst. Og nú er komin önnur bók, frá hendi sama útgefanda, þessi bréf, rituð af Grími sjálfum og öðr- um á árunum 1838, er Grímur sigldi til háskólanáms og til ársins 1858, er Grímur var 38 ára gainall orðinn. Bókin hefst á stuttum formála út- gefanda. Taka þá við bréfin, 79 að tölu, á bls. 7—224. Loks er nafna- skrá og efnisyfirlit. Nokkrar myndir og handritasýnishorn eru í bókinni. Pappír og allur frágangur er góður. — Hvert bréf hefst með einkunnarorð- uin, teknum úr bréfinu, þá er stuttur formáli, en á eftir bréfinu eru glögg- ar og greinargóðar skýringar. Virðist þetta allt gert af hinni mestu smekk- vísi, nákvæmni og alúð. Eru skýr- ingarnar mjög ítarlegar og margar stórfróðlegar. Það hlýtur ætíð að orka tvímælis, hversu langt má fara í því að birta einkabréf, sem fjalla um viðkvæm fjölskyldumál, jafnvel þótt þeir, sem ritað hafa bréfin og þau eru rituð til og um, séu löngu komnir undir græna torfu. Allt öðru máli gegnir um bréf, sem varða þjóðfélagsmál, bréf »m „landsins gagn og nauðsynjar“, skáld- skap, listir o. s. frv. í flokki slíkra bréfa eru t. d. bréf Jóns Sigurðssonar og Matthíasar Jochumssonar. Sonur gullsmiðsins stendur að vísu jafn- réttur og gnæfir jafn hátt og áður, sem skáld og lærður gáfumaður, eftir lestur þessarar bókar, en ég get ekki neitað því, að mér finnst ég hafa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.