Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 15

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 15
EIMUEIÐIN VIÐ ÞJÓÐVEGINN 167 í sumar reynt að telja Danmörku, Noreg og Svíþjóð á að sam- einast íslandi í baráttunni gegn Bretum og hafi áform hans meðal annars verið að fá Dani til að hætta að senda flatfisk til Breta, unz Bretar afléttu löndunarbanninu. „The Fishing News“ tók þessa fregn fljótlega upp, og hefur sendiherra íslands í London niótmælt henni ákveðið, í sama blaði frá 17. september þ. á., sem uppspuna frá rótum. Enda hefur ekkert heyrzt um þetta 6ér heima, og ekki getur greinarhöfundurinn í „Daily Mail“ um heimildir sínar að fregninni, en bætir við: Vonin um að þetta taekist reyndist tómur draumur. Norðurlandaráðið vísaði kurteis- iega frá sér málaleitun ráðherrans. Og íslenzki þorskurinn heldur áfram að vera veigamikill aðili í kalda stríðinu. í „Grimsby Evening Telegraph" frá 31. ágúst þ. á. er á fremstu síðu grein um viðræður togaraeigenda frá fimm Evrópuþjóðum, Sretlandi, Belgíu, Frakklandi, Hollandi og Þýzkalandi, um stofn- Ur> alþjóðlegra félagssamtaka gegn útfærslu fiskveiðitakmarka fneð sérstöku tilliti til aðgerða íslendinga í þeim málum. J. Croft ^aker mun aðalhvatamaðurinn að þessum félagssamtökum, og við hann er viðtal í blaðinu um málið. Mánaðarritið „Fish Industry" hefur áður rætt fiskveiðitakmörk- ir> við ísland og löndunarbannið brezka, eins og getið var í 1. hefti Eimr. þ. á. í ágústhefti þessa brezka fiskveiðitímarits í ár er rætt um þessi mál að nýju í ritstjórnargrein og utanríkis- Þjónusta beggja þjóða átalin fyrir að hafa ekki þegar leitt þau lil lykta. Þá er í sama hefti þessa tímarits lokið lofsorði á Fær- eyinga fyrir skynsamlega afstöðu þeirra í landhelgismálum þeirra, sem stingi mjög í stúf við framkomu íslendinga í sömu málum. Loks má ekki láta ógetið vinsamlegrar greinar eftir John Locke, sem birtist í Lundúnablaðinu „City Press“ 3. september þ. á. Greinarhöfundi farast meðal annars orð á þessa leið: „Það er hin farsæla stefna íslendinga, sem ásamt öðru fleiru er að veikja málstað togaraeigenda hér og er orsök þess, hve óðfúsir þeir eru nú í að semja. Þeir vita, að geti þeir ekki samið strax, er úti um þá.---------íslendingar telja, að ef þeir fari að semja við togaraeigendur, viðurkenni þeir um leið rétt Þeirra til þess að taka á sig ábyrgðarhlutverk, sem engum öðrum beri en ríkisstjórninni. Það er engum vafa undirorpið, að vaxandi fjöldi Breta telur íslendinga hafa rétt fyrir sér í þessu og að Ur>dir engum kringumstæðum eigi þeir að semja við togaraeig- endur.“ Höf. bendir jafnframt á, að brezkir útflytjendur tapi í Stefna Islendinga fai’sæl.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.