Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 18

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 18
170 VIÐ ÞJÓÐVEGINN eimreiðin Og föxum kasta fljótin öll, og flúííir hefja söng. í gusti þylja grjótin öll sín gamburmosakvœ&i, svo lei& og þululöng. Hér fœst ei nokkurt nœ&i, er nóttin fer í höntl — og sveipar svörtu klœ&i liin sumargrœnu lönd. GuSmundur Frímann. * Vinir mínir. Enginn á annan eins vinaher og ég. Á kvöldin fara þeir með mig í ævin- týralegar ferðir. Við förum um frostnaprar slóðir. Nákaldur stormur æðir um nístandi hvítar auðnir. Mig verkjar í augun af skerandi hirtu yfir óend- anlegum snæbreiðum. Stundum ferðumst við einnig um sólheit lönd. Við höggvum okkur braut gegnum græna frumskóga. Augu villimanna stara a okkur úr fylgsnum og skuggum. Hér er steikjandi hiti, eins og værum við i víti staddir. Svo kemur það fyrir, að sumir þessir vinir mínir taki mig nieð sér út yfir landamæri þessarar jarðar. Ég ferðast þá með þeim út í geiminn. Við nemum staðar í tunglinu, tökum okkur ferð á hendur um útdauða gig1 þess. Svo þyrlumst við áfram lengra og lengra út i ómælisvíddir rúmsins. Við komum við á vetrarbrautum og leitum uppi stjörnuþokur. Ég reyni að fylgja vinum minum eftir, þó að hratt sé farið og oft reyni á taugarnar. Ekkert kvöld er öðru líkt. Alltaf ný og ný hugðarefni. Aðrir úr hópnum taka mig með sér aftur í aldir, til þess að hlýða þöglir helgum tíðum horfinna kynslóða. Eitt kvöldið snæðum við með Caesari. Annað berjumst við með hersveitum Alexanders mikla. Það þriðja hlustum við á ódauðleg orð hinna vitru, sem safnazt hafa i skuggasælum súlnagöngum Parthenons. Líf mitt er ætíð tilbreytingaríkt, því að vinir mínir eru fullir andagiftar- Hugir þeirra spanna alla mannlega reynslu og öll heilabrot kynslóðanna- Þessir vinir mínir eru mér alltaf nálægir. Ég þarf ekki annað en rétta höndina til þess að kynnast lífi þeirra, tilfinningum og hugsunum. Þvi þessir vinir mínir eru bœkurnar dýrmætu, sem standa í röðum á hillunun1 í skápum skrifstofu minnar. Þar standa þær eins og hersveit á verði, reiðu- búin hvenær sem er til að þjóna mér, uppfylla óskir mínar og veita þi'a111 mínum og hugðarefnum hina fyllstu fróun. (Þýtt)-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.