Eimreiðin - 01.07.1954, Side 19
Islenzkar nútímabókmenntir
og höfundar eftir 1930.
Fáir hygg ég séu þess megnugir að dæma samtíð sína og
^ienningarafrek hennar af fullri sanngirni og óskeikulli greind.
y^un þetta ekki sízt eiga við bókmenntir og aðrar listir. Jafnvel
'nriblásnustu skáld og aðrir snillingar samtímans eru umdeildir.
,ris'r telja þennan öllum meiri, aðrir hinn. Um eitt hygg ég
þó, að flestir geti verið sammála: Gróðurinn á listaakri þjóðar-
lr>nar síðasta aldarfjórðung hefur verið harla fjölbreytilegur
°g safamikill. Hér verða bókmenntirnar aðeins gerðar að umtals-
efni og eigi skyggnzt lengra aftur í tímann en 25 ár.
Um 1930 er tekið að halla undan fæti fyrir skáldum eins og
Einari Benediktssyni, Einari H. Kvaran, GuSmundi á Sandi og
'fáni frá Hvítadal, enda þó að þeir eigi ýmis listaverk enn
0§erð. Svipað má segja um Jón Sveinsson úti í Þýzkalandi. •—■
áJunnar Gunnarsson og GuSmundur Kamban standa á hátindi
U'f'gðar sinnar í Danmörku. Kristmann GuSmundsson er ört
U'kkandi stjarna í Noregi. En síðast nefndir fjórir höfundar
rita þá allir á erlendum málum. Og heima á íslandi eru þau
Hulda, Jakob Thorarensen, Þórbergur ÞórSarson, Sigurjón Jóns-
s°n, FriSrik Brekkan, DavíS Stefánsson, GuSmundur G. Hagalín,
rn Arnarson, Jón Magnússon, Jóhannes úr Kötlum og fleiri
^erkileg skáld enn á þroskabraut. Yngri höfundar valda undrun
°S jafnvel hneykslunum með verkum sínum.
Þegar eftir Alþingishátíðarárið kemur út fyrra bindi Sölku
°lku eftir Halldór Kilfan, síðan hver skáldsaga hans af annarri.
oiasagnagerðin er ekki heldur vanrækt. Þeirri listgrein bætast
Slljallir liðsmenn eftir 1930. Sumir þeirra, eins og Jakob Thor.,
agalín, Kiljan o. fl., rita smásögur jafnframt öðrum verkum.
rir leggja aðallega eða eingöngu stund á ritun smásagna. Verð-