Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 22

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 22
174 ÍSLENZICAR NÚTÍMABÓKMENNTIR eimreiðin né blindni neinu ráða. Reynum nú að líta hlutlaust á þetta mál. Skal því nefna fleiri skáld til sögunnar, þau sem koma fram á sjónarsviðið eftir 1930, jafnt sagnahöfunda sem ljóða- smiði. En snúum oss fyrst að ljóðunum. Alþingishátíðarárið gaf BöSvar frá Hnífsdal út einu ljóðabók- ina, sem enn hefur komið frá hans hendi, Ég þekki konur. Varð hann þegar þjóðkunnur fyrir vegna ferskleika og einurðar, er kvæðin túlkuðu. Fyrsta ljóðabók séra Sigur'Öar Einarssonar, Ham- ar og sigÖ, kom og út það sama ár. Bar hún raunar nokkur einkenni róttækrar blaðamennsku og hraða, enda voru öll kvæðin ort a nokkrum mánuðum. En þar náði Sigurður þó þegar listrænum tökum, til dæmis í kvæðinu Sordavala. Síðan hefur Sigurður vaxið sem ljóðskáld með nýrri kvæðabókum, Yndi unaÖsstunda 1952 og Undir stjörnum og sól 1953, þó að hann hafi misst trú sína á rússneska leiðsögn. Svipað má segja um Vilhjálm fra Skáholti, sem gaf út fyrstu bók sína, NœtwljöÖ, 1931, Vort daglega brauÖ 1935 og Sól og menn 1948. Vilhjálmur hefur djúpa samúð með lítilmagnanum. Hann er á stöðugu framfara- skeiði sem skáld að smekkvísi og hugkvæmni. Einn mesti kunn- áttumaður í hópi ljóðskálda þessa tímabils er Steinn Steinarr, sem gaf út fyrstu bók sina, RauÖur loginn brann, 1935. Gerðist hann þar einarður fulltrúi kommúnismans. En efi á gildi þeirr- ar stefnu náði fljótlega tökum á honum, sem bezt sést í Ljööum 1937. Frá upphafi hefur bölsýni og efagirni, en um leið örygg1 og vandfýsni, einkennt ljóð hans. 1 fyrstu orti hann allmikið órímað, en hallast meira að háttbundinni kveðandi í seinm bókunum, Spor í sandi og FerS án fyrirheits. Verður ekki séð, að list hans bíði hnekki við það. Ösvikin, fögur og kliðmjúk eru Stef Friðgeirs Bergs, 1935. Bera þau vitni mjög ljóðrænum huga, en eru aðeins of fá, því að siðan hefur hann ekki sent frá sér ljóðabók. Bæði íslenzkur í anda og alþjóðlegur er Guö- mundur BöSvarsson, sem gaf út fyrstu ljóðabók sina, Kysst1 mig sól, 1936. Síðan hafa komið frá hans hendi fjórar kvæða- bækur, Hin hvítu skip, Álfar kvöldsins, Undir óttunnar himru og Kristallinn í hylnum. Guðmundur ann jörðinni, sem hann ræktar, því að skáldið er bóndi, náttúru íslands og menningu þess af heilum huga, en uggir jafnframt um afdrif þessara verðmæta. Honum er þó fjarri skapi að leggja hendur í skaut.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.