Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 32

Eimreiðin - 01.07.1954, Síða 32
184 SLAGHARPAN EIMREIÐIN „Báðuð þér um bjór, herra? Gerið svo vel, herra!“ Fólkið umhverfis mig í salnum talar um alla heima og geima — nema veðrið. Enginn kvartar yfir því, þó að flóð- gáttir himinsins hafi opnazt. Allir virðast hinir ánægðustu í öllum vatnselgnum og allri drullunni. Menn skrafa um við- skipti, verzlun og vinnubrögð, sumir spaklegir á svip, aðrir aulalegir, en allir eins og veðrið komi þeim ekkert við. 1 fjóra sólarhringa hafði ég verið að bíða árangurslaust eftir því, að hann hætti að rigna. Þetta var í fyrsta skipti sem ég ferðaðist um Normandi. Ég kom sunnan frá Miðjarðarhafi. Þar hafði verið allt of heitt, allt of mikið sólskin. Þar hafði veðráttan hleypt í mig ofsakæti, gert mig of léttúðugan. Hér var ég orðinn yfirkominn af þunglyndi. Vart myndi líða á löngu, unz ég færi að gráta hástöfum, ef svona héldi áfram! Nýir gestir eru öðru hvoru að bætast í hópinn. Þeir koma inn um útidyrnar með vængjahurðunum, og með þeim gus- ast regnvatnið inn á gólf og stormurinn að utan, því að nú er hann lika orðinn rokhvass úti. Grannar mínir við næstu borð heilsa einum þessara nýju gesta með háværum ópum. „Óskum til hamingju, herra!“ „Húrra fyrir þér, gamli vinur!“ Þessi og þvíumlík voru hrópin og köllin, svo að ég sneri mér við á stólnum til þess að geta betur virt fyrir mér gest- inn, sem öllum þessum upphrópunum var beint til. Mér fannst undir eins ég kannast við vangasvipinn og allt fas mannsins. Undursamlegt! Því var ekki sem mér sýndist! Hamingjan góða! Þetta var Lúðvík Flao! Ég þaut upp af stólnum, hijóp við fót til hans og hrópaði: „Lúðvík!“ Hann staðnæmdist, hló, deplaði augunum og sagði með niðurbældum ákafa í röddinni: „Ert það þú, Andrés, gamli vinur?“ * Við féllumst í faðma, og hann virti mig fyi'ir sér með þeim svip, sem ég kannaðist svo vel við frá fornu fari. Ég sá, að augu hans fylltust tárum. Hann flýtti sér að kynna mig fyrir kunningjum sinum. „Þetta er vinur minn, Andrés de Serval. Þið hafið svo
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.