Eimreiðin - 01.07.1954, Page 37
EIMREIÐIN
SLAGHARPAN
189
„Frúnni líður vel, ívar. Og sama er að segja um son minn.“
Flao hækkaði röddina, þegar hann sagði: ,,son minn“.
Þessi tvö orð lýstu svo mikilli hamingju, að þau urðu máttug
í munni hans. Svo sneri hann sér að mér og sagði:
i,Konan mín er enn í sjúkrahúsi. Hún kemur heim með
barnið í næstu viku. Nú skulum við koma inn. ívar færir
okkur ilskó. Þú getur notað skó af mér, þeir eru hlýir, þótt
t>eir séu fullstórir á þig. Svo skulum við rifja upp liðna tíma,
meðan við mötumst."
Við töluðumst lítið við, unz við settumst að kvöldverði
í hinum skrautlega borðsal heimilisins. Það voru möndlur
1 súpunni.
,,Jæja, tryggi vin, nú skulum við bera víurnar í súpuna.“
Við hlógum báðir og minntumst borðhaldsins í skólanum
forðum og grautsins með möndlunum, sem Lúðvík líkti við
roaðka. Og við ræddum fram og aftur um liðnar samveru-
stundir.
,,Við vorum báðir um þrítugt, er við skildum. Ég fór hing-
að og þú til Suður-Frakklands. Þú skrifaðir mér aldrei,
skelmirinn þinn!“
„Skrifaði ég þér ekki? Nei, auðvitað gerði ég það ekki,
bví að ég hefði orðið allt of langorður. En annars varst þú
ekki betri sjálfur.“
„Það er þá jafnt á komið með okkur. En nú verðum við
að bæta fyrir vanræksluna. Segðu mér, hvað ert þú að
gera hér á þessum tíma árs?“
„Ég kom hingað til að leika úti-hljómleika.“
Stormurinn feykti vatnsgusum á gluggana. Ivar brosti og
baetti í glösin okkar. Ég bætti við til skýringar:
„Hljómleikarnir verða haldnir næsta sumar. Ég vinn með
Lyneul-hljómsveitinni.“
„Lyneul-hljómsveitinni ? Þá hlýt ég að hafa heyrt til þín
hvað eftir annað í útvarpinu, án þess að vita af því. Svo
bú leikur ennþá á fiðluna þína. Það er ágætt. Ég spáði því
aJltaf, að þú yrðir frægur, eins og þú manst. Og nú ertu
orðinn tónskáld. Hefurðu samið mörg tónverk?"
„Nei, ég hef lagt þau á hilluna.“
„En hvað er þá að segja um lagasyrpuna, sem þú eitt