Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 44

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 44
196 SLAGHARPAN eimreiuin „Hún sagði við þig: „Ég skal giftast rikum kokkál.“ Sagði hún það ekki? Kokkál! Víst sagði hún það.------------Hvað er þá um hann? Um son minn?“ Flao rak upp sárt vein og féll á kné, með höfuðið á slag- hörpubekknum, þar sem það riðaði til og frá. Ég reyndi að hjálpa honum. En hann hratt höndum mínum hranalega frá sér og þrýsti þeim á nóturnar. „Ætlarðu að halda áfram að spila, eins og ég bað þig um? Spilaðu!" Augu hans voru æðisleg, svipurinn afmyndaður. Hann staulaðist á fætur og sagði grátbiðjandi röddu: „Spilaðu, í guðs bænum, spilaðu, allt lagið til enda------ lagið þitt,-----þetta er lagið þitt-----. Nú skil ég allt —■ allt.-----Það var María Francoise, sem þú elskaðir.“ Svo stamaði hann út úr sér með erfiðismunum: „Og þá er litli drengurinn minn, blessaður litli drengurinn minn---? Ég er ekki-----------. Það er skurðlæknirinn, sem er faðii’ hans!“ Svo féll hann máttvana með útrétta arma ofan á slag- hörpuna. Hinn sterklegi líkami hans lá eins og flak í rúst- um hamingju hans. Hann var eins og aumkvunarleg beina- grind á að sjá, þar sem hann hvíldi á slaghörpunni með lík- kistusvipnum, sem leikið hafði hann svo grálega og gein nú við honum eins og dimm og kuldaleg gröf. # * * Ég flýði á inniskónum hans út í regnið og myrkrið. — — Á morgun skal ég drekka, eins og ég hef áður drukkið mest. Hvað ætli morgundagurinn beri svo annars í skauti sínu? Sv. S. þýddi. [Með alþjóða-einkarétti. — Öll réttindi áskilin].

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.