Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 62

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 62
214 ÓLAFUR 1 HVALLÁTRUM eimreiðin 3. Jón Daníelsson, f. 25. marz 1904, bóndi í Hvallátrum- Hann kvæntist 26. október 1932 Jóhönnu Friðriksdóttur, ekkju Aðalsteins Ólafssonar. 4. Ólafur Danielsson, f. 3. apríl 1905, klæðskeri, kvæntist Þóru Jónasdóttur Franklin. Þau búa á Akureyri. 5. Theódór Daníelsson, f. 2. febrúar 1909, kennari á Akur- eyri. 6. Kristín Danielsdóttir, f. 20. janúar 1912, gift 16. júlí 1932 Arnfinni Þórðarsyni, bónda í Hlíð í Þorskafirði. Hverjum þeim, er les þessa skrá yfir börn þeirra Látrahjóna og fósturbörn, fær ekki dulizt, að mikil og átakanleg harmsaga felst að baki þessum nöfnum. Sú varð hin þunga æviraun þess- ara giftusömu hjóna og þessa farsæla og trausta heimilis, að að því steðjuðu stórslys og þungbærir harmar hvað eftir annað. Fjögur fósturbörnin, þau er síðast eru talin, eru systkini, börn Daníels Jónssonar, er var mágur Ólafs. Var hann alltaf heimihs- maður Ólafs og honum mjög kær. Var Daniel önnur hönd hans við búskapinn, á meðan Ólafur stundaði mest smíðar, og mjög fyrir verkum, ef Ólafur var ekki sjálfur við. Daníel drukknaði þar við eyjarnar ásamt syni sínum Guðmundi, 13 ára gömlum, og Eyjólfi, syni Ólafs, tæplega tvítugum. Þeir voru að kofna- veiðum. Fjórði maður fórst þar með þeim, Friðrik Jónsson, vinnu- maður Ólafs. Þetta átakanlega slys varð 21. ágúst 1915. Kona Daníels var María Guðmundsdóttir úr Skáleyjum. Hún do tveim árum áður en Daníel, maður hennar, drukknaði. Þessi systkini voru því algerlega munaðarlaus, er faðir þeirra fórst. Hinn 26. apríl 1923 bar þeim Látrahjónum enn mikill harm- ur að höndum. Þá drukknuðu þeir fóstbræðurnir Aðalsteinn, sonur Ólafs, og Magnús Níelsson, fóstursonur þeirra hjóna, skammt frá eyjunum. Engir sjónarvottar hafa verið til þess að skýra frá, hvernig slys þetta bar að höndum. En það varð um bjartan dag í sæmilegu veðri. Báðir voru þeir fóstbræður vann' sjóferðum frá blautu barnsbeini og nauðkunnugir öllum leiðum á þessum slóðum. Og báðir voru þeir atgervismenn. En hér varð enn skammt á milli stórra högga. Gísli Ólafs- son, hinn mesti atgervismaður, sem þá var orðinn ráðsmaðui hjá séra Jóni Þorvaldssyni á Stað á Reykjanesi, drukknaði a Þorskafirði 3. október 1925. Hami var einn á báti á leið f>'a

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.