Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 73

Eimreiðin - 01.07.1954, Blaðsíða 73
eimueiðin LIFANDI REIKNIVÉLAR 225 ,-Hve margar sekúndur hefur sá maður lifað, sem er 70 ára, H daga og 12 klukkustunda gamall?“ Tom svaraði eftir hálfrar annarrar mínútu þögn: „Hann hefur lifað 2.210.500.800 sekúndur.“ „Þetta er rangt, Tom,“ sagði einn þeirra, sem stóðu að til- raunum þessum með Thomas Fuller. „Talan er of há.“ „Nei, herra,“ svaraði Tom, „talan er rétt, þér gleymið hlaup- árunum.“ Mennirnir reiknuðu dæmið upp aftur, og kom þá í ljós, að sekúndur hlaupáranna höfðu ekki verið teknar til greina. Tala Toms var rétt! Sagt er, að Thomas Fuller hafi ekki hugsað um reiknings- þrautir, nema að þær væru lagðar fyrir hann. Ef aðrir komu ekki heila hans til að starfa, fékkst hann ekki við stærðfræðileg verkefni. Fuller hélt innsæisgáfu sinni til dauðadags. Hann dó árið 1790, áttræður að aldri. Annað undrabarn, sem mikið orð fór af, var Jerediah Buxton, fæddur árið 1702 í Elmton, Derbyshire á Englandi. Faðir piltsins var skólakennari, en annaðhvort gat hann ekki kennt honum eða vanrækti svo uppeldi hans, að drengurinn lærði varla að skrifa nafnið sitt. Jerediah varð vinnumaður á bóndabæ. Fór brátt mikið orð af reikningsgáfu hans og stóð fólk undrandi yfir því, hve fljótur hann var að leysa hinar erfiðustu stærðfræðiþrautir. Árið 1754 var hann sendur til Lundúna og gekk þar undir rannsókn hjá Konunglega vísindafélaginu brezka. Hann gat til dæmis á fá- einum sekúndum sagt hve mörg hveitikorn þyrfti til að þekja 202.680.360 fermílna svæði. Hann hugsaði ekki um annað en tÖlur og var á öðrum sviðum ekki þroskaðri en tíu ára gamalt bam. Meðan hann dvaldi í Lundúnum, var honum eitt sinn boðið í Drury Lane leikhúsið til þess að sjá hinn fræga leikara Garrick leika og til þess að horfa á danzsýningu. Það eina, sem hann mundi, er hann kom úr leikhúsinu, var hve mörg skref hver danzari hafði stigið á leiksviðinu og hve tnörg orð Garrick hafði sagt þar. Buxton var sjötugur, er hann lézt. 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.