Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 74
226
LIFANDI REIKNIVÉLAR
EIMREIÐIN
1 Vermont-fylki í Bandaríkjunum fæddist árið 1804 undra-
barnið Zerah Colburn, sem sex ára gamall kunni margföldunar-
töfluna utan að, án þess að nokkur hefði kennt honum. Menn
heyrðu barnið vera að tauta fyrir munni sér, upp úr eins manns
hljóði, setningar eins og þessa: 5 sinnum 7 eru 35, 6 sinnum 8
eru 48, o. s. frv. Faðir hans spurði hann þá eitt sinn í gamni:
„Hver er útkoman af 13 sinnum 97?“
Foreldrum sínum til mikillar undrunar svaraði drengurinn
samstundis: „Hún er 1261“.
Colburn vakti mikla eftirtekt fyrir reikningsgáfu sína. For-
eldrar hans ferðuðust með hann um ýmsar borgir í Vermont-
fylki til þess að láta hæfa menn prófa hann. Það var einnig
farið með hann til Boston, þar sem hann varð valdur að mikilli
hugaræsingu fólksins. Menn botnuðu ekkert í hinum yfirnáttúr-
legu hæfileikum hans, eins og ekki var von.
I Boston prófuðu stærðfræðingar sex ára piltinn i hugarreikn-
ingi, bæði frádrætti, margföldun, deilingu, kvaðratrótarútdrætti
og fleiri greinum tölvísinnar. Hér skal aðeins birt eitt dæmi
um, hve skjótur hann var að leysa hinar flóknustu reiknings-
þrautir.
Eftirfarandi dæmi var lagt fyrir hann, sem hann átti að reikna
í huganum:
Segjum, að ég eigi akur, sem sé 7 ekrur með 17 röðum á
hverri ekru, 64 kornstöngum í hverri röð, 8 öxum á hverri stöng
og 150 kjarna í hverju axi. Hve margir kjarnar eru þá á öllum
akrinum?
Drengurinn svaraði, eftir að hafa hugsað sig um andartak:
„Það eru 9.139.200 kjarnar á öllum akrinum.“
Þegar Colburn var orðinn tíu ára gamall, fór faðir hans með
hann til Englands. I London gekk hann undir reynslupróf vís-
indamanna, enda hafði frægðarorð borizt af honum þangað a
undan honum. Meðal annarra afreka, sem drengurinn vann
við þessi próf í London, var að reikna í huganum hvað talan
8 væri í 10. veldi. Svo fljótt gekk útreikningurinn fyrir sig, að
skrifarinn, sem skrá skyldi það, sem drengurinn segði, varð að
biðja hann um að hægja á sér, svo að hann hefði við að skrifa
upp útreikninginn.
Föður Colburns var ráðlagt að láta hann í skóla, en ekki hafði