Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.07.1954, Qupperneq 74
226 LIFANDI REIKNIVÉLAR EIMREIÐIN 1 Vermont-fylki í Bandaríkjunum fæddist árið 1804 undra- barnið Zerah Colburn, sem sex ára gamall kunni margföldunar- töfluna utan að, án þess að nokkur hefði kennt honum. Menn heyrðu barnið vera að tauta fyrir munni sér, upp úr eins manns hljóði, setningar eins og þessa: 5 sinnum 7 eru 35, 6 sinnum 8 eru 48, o. s. frv. Faðir hans spurði hann þá eitt sinn í gamni: „Hver er útkoman af 13 sinnum 97?“ Foreldrum sínum til mikillar undrunar svaraði drengurinn samstundis: „Hún er 1261“. Colburn vakti mikla eftirtekt fyrir reikningsgáfu sína. For- eldrar hans ferðuðust með hann um ýmsar borgir í Vermont- fylki til þess að láta hæfa menn prófa hann. Það var einnig farið með hann til Boston, þar sem hann varð valdur að mikilli hugaræsingu fólksins. Menn botnuðu ekkert í hinum yfirnáttúr- legu hæfileikum hans, eins og ekki var von. I Boston prófuðu stærðfræðingar sex ára piltinn i hugarreikn- ingi, bæði frádrætti, margföldun, deilingu, kvaðratrótarútdrætti og fleiri greinum tölvísinnar. Hér skal aðeins birt eitt dæmi um, hve skjótur hann var að leysa hinar flóknustu reiknings- þrautir. Eftirfarandi dæmi var lagt fyrir hann, sem hann átti að reikna í huganum: Segjum, að ég eigi akur, sem sé 7 ekrur með 17 röðum á hverri ekru, 64 kornstöngum í hverri röð, 8 öxum á hverri stöng og 150 kjarna í hverju axi. Hve margir kjarnar eru þá á öllum akrinum? Drengurinn svaraði, eftir að hafa hugsað sig um andartak: „Það eru 9.139.200 kjarnar á öllum akrinum.“ Þegar Colburn var orðinn tíu ára gamall, fór faðir hans með hann til Englands. I London gekk hann undir reynslupróf vís- indamanna, enda hafði frægðarorð borizt af honum þangað a undan honum. Meðal annarra afreka, sem drengurinn vann við þessi próf í London, var að reikna í huganum hvað talan 8 væri í 10. veldi. Svo fljótt gekk útreikningurinn fyrir sig, að skrifarinn, sem skrá skyldi það, sem drengurinn segði, varð að biðja hann um að hægja á sér, svo að hann hefði við að skrifa upp útreikninginn. Föður Colburns var ráðlagt að láta hann í skóla, en ekki hafði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.