Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Page 75

Eimreiðin - 01.07.1954, Page 75
EIMREIÐIN LIFANDI REIKNIVÉLAR 227 drengurinn verið þar lengi, er eitthvað virtist bila í heila hans °g hann missti algerlega reikningsgáfuna. Ef til vill hefur skóla- námið orðið honum of mikil áreynsla. Svo mikið var víst, að nú gat hann ekki einu sinni lagt saman í huganum. Hann andaðist aðeins 35 ára gamall, og var þá orðinn kennari í tungumálum. Að síðustu skal nefna hinn fræga stærðfræðing Truman Henry Stafford, sem var fæddur árið 1836. Hann var sex ára, eða á sama aldri og Colburn, þegar reikningssnilli hans var fyrst veitt eftirtekt. Það var eitt sinn, þegar hann sagði við móður sína, að hann gæti vitað, hve mörg hveitikorn yxu á akri föður síns, ef hann fengi að vita, hve margir faðmar ummál hans væri. Móðir hans varð hissa á spurningunni, en sagði honum þó ummálið. Þá hugsaði barnið sig um nokkur augnablik, en nefndi svo kornafjöldann, sem reyndist að vera réttur. Níu ára gamall samdi Stafford almanak, sem var gefið út. Hann margfaldaði i huganum á 58 sekúndum tölurnar 365.365.- 365.365.365 sinnum 365.365.365.365.365, og útkoman var rétt. Þegar Stafford var 14 ára, innritaðist hann í Harvard-háskól- ann og lagði stund á stjörnufræði. Að loknu námi í þeirri fræði- grein, svo og í heimspeki, sögu, landafræði, efnafræði og grasa- fræði, varð hann prófessor í stjörnufræði við Williams College. Hann andaðist árið 1901, 65 ára að aldri, og hélt hinni undur- samlegu reikningsgáfu sinni óskertri til hinztu stundar. Að dómi sálfræðinga er það einkum skjótleiki í hugsun, mátt- ur til einbeitingar hugans og undursamlegt minni, sem er sam- eiginlegt einkenni á öllum tölvitringum. Við þetta bætist svo brennandi áhugi á viðfangsefnunum, sem útilokar alla hugsun tun allt nema það, sem kemur þeim einum við. Sv. S.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.