Eimreiðin - 01.07.1954, Page 78
SKÚLI FOGETI.
Hinn 18. ágúst í sumar, á afmælisdegi Reykjavikur, var afhjúpuð stand-
mynd af Skúla Magnússyni landfógeta (1711—1794), en standmyndina gerði
Guðmundur myndhöggvari Einarsson eftir þeim hugmyndum um yfirbragð
Skúla, andlegt sem líkamlegt, er lifað hafa með bjóðinni og saga hennar
hefur varðveitt. —■
Engin ljósmynd ne
dráttmynd, ekkert
málverk hefur ver-
ið til af Skúla fó-
geta. Varð þvi
listamaðurinn að
treysta á eigið inn-
sæi við myndsmíð-
ina og þá drætti,
sem óður og saga
hafa af lionum
teiknað í vitund
fólksins.
Verzlunarmanna-
félag Reykjavikur
hafði forgöngu um
að reisa þetta
minnismerki Skúla
Magnússonar, hins
mikla brautryðj-
anda og baráttu-
manns gegn verzl-
unareinkun, fyrir
frjálsri verzlun og
fullkomnu frelsi is-
lenzku þjóðarinn-
ar. — Standmynd
Skúla fógeta stend-
ur á fögrum stað í
gróðurríkum Bæj-
arfógetagarðinum
gamla við Aðal-
stræti. Þar gnæfir
nú þessi vígreifi
vökumaður, sem
var guðfræðingur
að mennt, en her-
skár í athöfn.
Sv. S.