Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1954, Side 80

Eimreiðin - 01.07.1954, Side 80
232 LEIKLISTIN eimreiðin ans“ (Des Teufels General). Leik þennan samdi Zuckmayer í Bandaríkjunum á styrjaldar- árunum síðustu, og var hann fyrst sýndur í Sviss, áður en hann var leikinn í Þýzkalandi. Viðfangsefni leiksins er ástand- ið í Þýzkalandi undir einræðis- stjórn Hitlers og á styrjaldar- tímabilinu. Leikurinn náði ákaf- lega miklum vinsældum í Þýzka- landi, einkum fyrir það, hve höf- undurinn tók með mikilli hrein- skilni á vandamálum þjóðar sinnar og sýndi þau í nýju ljósi. Annar ungur þýzkur leikrita- höfundur, Wolfgang Borchert, vakti athygli með leikriti sínu „Fyrir utan dyrnar“ (Drauszen vor der Tiir), þar sem lýst er eymd hermanns eins, sem snýr heim úr stríðinu, eftir miklar þrengingar. W. Borchert létzt skömmu eftir að hann samdi leikinn. Bertolt Brecht hefur samið tvo leiki, sem hlotið hafa góða dóma, „Puntila og þjónn- inn hans“ (Puntila und sein Knecht) og „Móðirin" (Mutter Courage und ihre Kinder), og Hans Rehberg hefur með sjón- leikjum sínum, „Sjö ára stríðið“ og „Henrik VII“, unnið sér sess meðal snjöllustu höfunda sögu- legra sjónleikja í þýzkum bók- menntum. í vestur-þýzka lýðveldinu voru starfandi í árslok 1951 alls 168 leikhús. Af þeim voru 92 föst og rekin af ríki eða bæj- um og 7 opinber umferðaleik- hús. Auk þessa eru allmörg leik- manna fyrirtæki í þessari grein listarinnar. Sum starfa þau að- eins stuttan tíma með löngu millibili. Frægast þessara fyrir- tækja og elzt er það, sem held- ur uppi sýningum úr píslarsögu Krists og kennt er við þorpið Oberammergau. Það eru leik- menn eingöngu, en ekki lærðir leikarar, sem sýna þennan trú- arlega sjónleik reglulega á tíu ára fresti. Þá ber að nefna sjónleikahá- tíðirnar í Bayruth og leikstarf- semi þá á þýzku í Salzburg, sem kennd er við Max Rein- hardt. Ennfremur fara fram á hverju sumri leiksýningar víðs vegar um Þýzkaland undir beru lofti. Að síðustu ber að nefna minnsta leikhús Vestur-Þýzka- lands, í Sommerhausen am Main nálægt Wurzburg. Það var.stofn- að árið 1946, og í því eru að- eins sæti fyrir 35 leikhúsgesti. En aðsóknin hefur verið ágæt, því á árinu 1951 sóttu það 4000 gestir alls. Stjórnandinn, Luigi Malipiero, hefur vandað svo vel til leiksýninganna og leikrita- vals, að menn koma langt að til þess að fara í „Litla bogann“ hans, eins og leikhúsið er kall- að. Malipiero, sem er sjálfur tjaldamálari, leikstjóri, leikari og hljómsveitarstjóri, hefur sýnt þarna meðal annars sjón- leiki eftir kunnustu skáld sam- tíðarinnar og jafnframt tekizt að móta nýjan rómantískan blæ í sviðsetningu, sem hefur vakið mikla athygli. Upplýsingar þessar um þýzka nútímaleiklist eru flestar tekn- ar eftir fyrrnefndri bók: Leik- listin í Þýzkalandi eftir Hanns Braun.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.