Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 18

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 18
2 EIMREIÐIN fyrir nokkrum árum, svo sem til verðugrar áminningar og örv- unar, að gefa fé, sem hann fékk fyrir útgáfurétt, til stofn- unar sjóði, sem styrkja skyldi íslenzka rithöfunda. Það verður því að teljast til stórtíðinda, að nýlega hefur verið stofnaður hér á landi allstór og myndarlegur sjóður til styrktar skáldum og rithöfundum. En stofnendurnir eru engir auðkýfingar, heldur rithöfundarnir sjálfir og ríkisút- varpið. Á árinu 1951 hófust milli rithöfundafélaganna og rík- isútvarpsins samningar um greiðslu fyrir það efni, sem flutt hafði verið úr verkum íslenzkra skálda og rithöfunda í meira en tvo áratugi, án þess að gjald kæmi fyrir. Þeim samningum lauk loks síðla sumars 1956. Varð það að samkomulagi, að féð rynni í sjóð til styrktar íslenzkum rithöfundum. Stjórn sjóðsins er þannig skipuð, að í henni eiga sæti tveir fulltrúar frá ríkisútvarpinu, einn frá hvoru félagi íslenzkra rithöfunda og einn skipaður af menntamálaráðherra. Er hann formaður sjóðstjórnar. í fyrstu stjórn sjóðsins eiga sæti: Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður, skipaður af menntamálaráðherra, Helgi Sæmundsson ritstjóri, kosinn af Félagi íslenzkra rit- höfunda, Jakob Benediktsson málfræðingur, kosinn af Rithöf- undafélagi íslands — og frá ríkisútvarpinu Vilhjálmur Þ. Gíslason útvarpsstjóri og Andrés Björnsson fulltrúi útvarps- ráðs. Hinn 30. desember 1956 var úthlutað úr sjóðnum til tveggja ljóðskálda, 8.500 krónum til hvors, og mæltist. sjóðs- stjórn til þess, en gerði það þó ekki að skilyrði fyrir fénu, að þeir, er það hrepptu, notuðu það til utanfarar. Skáldin, sem féð hlutu, eru Guðmundur Frímann og Snorri Hjartar- son. Var úthlutunin gerð heyrin kunn og féð afhent í Þjóð- minjasafninu, að viðstöddum menntamálaráðherra. Þar fluttu ræður formaður sjóðsstjórnar og útvarpsstjóri. Snorri Hjart- arson tók þarna fyrstur manna við fé úr sjóðnum, en Guð- mundur Frímann hafði ekki getað mætt vegna þess, að ekki var flugleiði þennan dag milli Akureyrar og Reykjavíkur. Guðmundur Frímannsson Frímann er fæddur að Hvammi í Langadal í Austur-Húnavatnssýslu 1903. Hann hefur nú um langt skeið búið á Akureyri og er þar kennari í handíð. Út hafa komið eftir hann þessar ljóðabækur: Náttsólir 1922,

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.