Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 22
6 EIMREIÐIN semi þeirra reynist meiri og mikilvægari en nokkru sinni áður. Rithöfundaráð Norðurlanda. Norrænir rithöfundar hafa lengi haft með sér samstarf og samtök, og kalla þeir heildarsamtök sín Rithöfundaráð Norð- urlanda. Félög rithöfunda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi hafa verið aðilar að þessu ráði — og einnig Banda- lag íslenzkra listamanna. En aðild Bandalagsins hefur ekki verið nema nafnið. Það hefur ekki í tvo áratugi sent fulltrúa á fundi ráðsins, enda aðild Bandalagsins engan veginn eðlileg. Upp úr miðjum janúar s.l. hélt ráðið fund, og sóttu hann formenn og ritarar rithöfundafélaganna í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmöik og tveir íslenzkir rithöfundar, sinn frá hvoru félagi, Þóroddur Guðmundsson frá Félagi íslenzkra rithöfunda og Hannes Sigfússon frá Rithöfundafélagi íslands. Undruðust þeir það mjög, rithöfundarnir erlendu, hve mikið tómlæti hefði ríkt af hendi íslenzkra rithöfunda um starfsemi ráðsins, og létu í ljós, að þeim þætti óeðlileg aðild Banda- lagsins, sem í væru félög allra listgreina. í Finnlandi og Noregi eru tvö rithöfundafélög, og að minnsta kosti bæði finnsku félögin eiga aðild að ráðinu. Nú mundi það verða eðlileg skipan, ef stofnað verður rithöfundasamband íslands, að það eigi aðild að ráðinu, en alls ekki Bandalag íslenzkra listamanna. Á fundi ráðsins í janúar var fjallað um frum- varp til laga um réttindi norrænna rithöfunda, og er ætlunin að samræma löggjöf allra landanna um þetta efni. Þá var og fjallað um útgáfurétt ritverka, sem orðin eru svo gömul, að samkvæmt núgildandi lögum er ekkert greitt fyrir útgáfu- réttinn. Kom fram tillaga um það, að svo skyldi ekki vera framvegis, heldur skvldi greiðsla fvrir útgáfu á slíkum rit- verkum renna til þess að gefa út sígild ritverk, em ekki þættu líkleg til að seljast það mikið, að útgáfan borgaði sig. Sam- komulag ríkti um það á fundinum, að taka skyldi fé fyrir útgáfu ritverka, sem hverjum og einum er nii frjálst að gefa út, án þess að greiðsla komi fyrir til neins aðila, en fulltrú- arnir voru ekki sammála um, til hvers fénu skyldi varið.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.