Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Side 25

Eimreiðin - 01.01.1957, Side 25
HÖRPUSÁLMUR 9 Og grœddu, Harpa, gráa sinuhaga. Lát gerast mikil undur nœstu daga, og rætast vorsins ástarœvintýri — gef ungum stelk i mýri fyrsta tœkifœri — —. (Ég yndi öllum stundum úti á fifusundum, ef vaðfugl ég væri). Og láttu, Harpa, hnattasundin blána og helltu peirra djásnum niðri ána, svo aftur verði urriði og bleikja ör til sumarleikja og gnýflúða göngul-----. Ó, gefðu gullna bröndu góðum dre?ig á öngul — þá beztu úr Blöndu. Og sunnanvindar, sumarbjöllum hringið, ó, setjið nýja strengi á gamla lyngið. En strjúkið blítt um holt og fifuflóa, um ferginstjarnir, móa, reyrmjúka, raka, — svo verði að ástaróði hver einstök staka i lóunnar Ijóði------.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.