Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Page 27

Eimreiðin - 01.01.1957, Page 27
MAÐUR VIÐ FÆTUR ÞÉR 11 4 mætti, bar annarlegan svip, var einfari í allri mergðimli, og ^er fannst eins og hann sæi ekki umhverfið eða samferða- 'Aennina, eins og hann hefði alltaf annað fyrir augunum, •innaðhvort fjarlægt takmark eða einhvers konar draumsjón. 2. Dag einn, þegar ég var á gangi niður undan Skuggahverfi, Sa ég, hvar hann gekk upp eina götuna frá sjónum. Enn gekk hann löngum og ákveðnum skrefum, álútur og liáleitur, þó aÖ hann ætti á brattann að sækja, einna helzt eins og hann horfði upp á húsaþökin eða yfir þau, líkt og hann sæi þar eitthvað, sem engir aðrir sjá . . . Ég nam staðar á gatnamót- unum og horfði á eftir honum. Síðan rölti ég í hægðum mín- Una sömu götu og hann, enda ætlaði ég þá leið. Þegar ég ^om dálítið upp í brekkuna, sá ég, hvar hann var að liagræða gömlum hjólbörum við lítinn bæ, sem var næstum því allur niðri f jörðinni, og kartöflugarður fyrir dyrunum. Þetta var mjög gamall bær, veggimir voru úr hlöðnu grjóti og svo bárujárnsþak. Gaflarnir höfðu verið málaðir heiðgulir, en þakið mjallhvítt. Þessi bær hlaut að vera frá bernsku Skugga- I'Veríisins, einn þeirra, sem byggðir liöfðu verið löngu fyrir aldamót, jafnvel rétt eftir 1830, þegar byggðin hófst þar . . . Eg sneri mér við, þóttist vera að horfa niður að sjónum, en fylgdist þó með litla manninum. Hann bjástraði þarna dá- ötla stund, en leysti svo af sér stokkinn, skoðaði hann og strauk hann, tók síðan greiðu upp úr vasa sínum, svipti af sei' húfunni, greiddi sér, strauk sér um vitin með vasaklút, °pnaði svo loku á gamalli hurð á ónýtum, brakandi og ískr- andi hjörum, og hvarf því næst inn í bæinn. Það var eins og hann gengi niður í jörðina. Ég horfði um stund á þennan litla bæ, sem litli maðurinn laafði horfið inn í, og liugsaði um hann. Ég sá aðeins lítinn glugga á gaflinum, en stórt og mikið steinhús gnæfði við gafl- lnn, hafði verið byggt ofar í brekkunni fyrir nokkrum árum, °g bilið var svo mjótt milli þess og gaflsins á litla bænum, það var alls ekki manngengt. Það var eins og stórhýsið með gráum, risavöxnum gaflinum slútti yfh' litla bæinn, og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.