Eimreiðin - 01.01.1957, Side 32
16
EIMREIÐIN
Þá var barið undurhægt á hurðina, og ég kallaði hvatskeyt-
lega:
„Kom inn.“
En enginn kom. Aftur var barið.
Ég kallaði harkalega:
„Hvað er þetta? Kom inn!“
Og þá opnuðust dyrnar hljóðlega, og litli maðurinn steig
inn fyrir þröskuldinn. Hann var vinnuklæddur, með græna
bitastokkinn á herðunum og eitthvað samanvafið í brúnan
umbúðapappír í handarkrikanum.
„Komdu sæll,“ sagði hann. „Þú manst kannski ekki eftir
mér?“
„Jú,“ svaraði ég og brosti, um leið og ég reis upp af skrif-
borðsstólnum, ýtti frá mér ritvélinni og rétti honum hönd-
ina.
„Mig langaði til að tala við þig,“ sagði hann og brosti af-
sakandi. . . „Mig langaði til að vita, hvort þú gætir ekki gert
svolítið fyrir mig.“
„Það er sjálfsagt, ef ég get. Hvað er það?“
Þá leit hann niður fyrir sig og fór auðsjáanlega hjá sér.
„Ég kem fyrir áeggjan annars manns. Ég hef aldrei talað
við blaðamann, og ég veit ekki, hvort það er til nokkurs að
tala við þig. Þetta er víst svo ómerkilegt.“ Um leið og hann
sagði síðasta orðið, leit hann snögglega upp og beint í augu
mér, hleypti brúnum, setti í sig kjark.
„Ég er hérna með dálítið, sem mér langaði að sýna Jrér, ef
þú gætir getið um það.“ Svo fór hann að rekja brúna umbúða-
pappírinn af sívalningnum, sem hann hafði komið með, og
að lokum rétti hann mér dálítið hefti. Ég leit snögglega á það:
„Tólf sönglög. Eftir Jón Þorsteinsson," stóð með stórum
stöfum á kápunni.
„Er þetta eftir þig?“
„ Já, ég hef samið þessi lög.“
„Ég hef því miður ekki vit á tónlist, Jón.“
„Það hafa allir menn vit á tónlist,“ svaraði hann. „Það er
að segja: allir menn skilja tónlist, en hver með sínu hjarta. . .
Annars var það ekki ætlun mín að biðja þig að dæma um þessi
lög. Til þess get ég ekki ætlazt, heldur aðeins geta um heftið,