Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.01.1957, Qupperneq 32
16 EIMREIÐIN Þá var barið undurhægt á hurðina, og ég kallaði hvatskeyt- lega: „Kom inn.“ En enginn kom. Aftur var barið. Ég kallaði harkalega: „Hvað er þetta? Kom inn!“ Og þá opnuðust dyrnar hljóðlega, og litli maðurinn steig inn fyrir þröskuldinn. Hann var vinnuklæddur, með græna bitastokkinn á herðunum og eitthvað samanvafið í brúnan umbúðapappír í handarkrikanum. „Komdu sæll,“ sagði hann. „Þú manst kannski ekki eftir mér?“ „Jú,“ svaraði ég og brosti, um leið og ég reis upp af skrif- borðsstólnum, ýtti frá mér ritvélinni og rétti honum hönd- ina. „Mig langaði til að tala við þig,“ sagði hann og brosti af- sakandi. . . „Mig langaði til að vita, hvort þú gætir ekki gert svolítið fyrir mig.“ „Það er sjálfsagt, ef ég get. Hvað er það?“ Þá leit hann niður fyrir sig og fór auðsjáanlega hjá sér. „Ég kem fyrir áeggjan annars manns. Ég hef aldrei talað við blaðamann, og ég veit ekki, hvort það er til nokkurs að tala við þig. Þetta er víst svo ómerkilegt.“ Um leið og hann sagði síðasta orðið, leit hann snögglega upp og beint í augu mér, hleypti brúnum, setti í sig kjark. „Ég er hérna með dálítið, sem mér langaði að sýna Jrér, ef þú gætir getið um það.“ Svo fór hann að rekja brúna umbúða- pappírinn af sívalningnum, sem hann hafði komið með, og að lokum rétti hann mér dálítið hefti. Ég leit snögglega á það: „Tólf sönglög. Eftir Jón Þorsteinsson," stóð með stórum stöfum á kápunni. „Er þetta eftir þig?“ „ Já, ég hef samið þessi lög.“ „Ég hef því miður ekki vit á tónlist, Jón.“ „Það hafa allir menn vit á tónlist,“ svaraði hann. „Það er að segja: allir menn skilja tónlist, en hver með sínu hjarta. . . Annars var það ekki ætlun mín að biðja þig að dæma um þessi lög. Til þess get ég ekki ætlazt, heldur aðeins geta um heftið,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.